Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson byrjuðu spjall sitt um erlend málefni á að minnast á að verðbólga í Bandaríkjunum er komin niður í þrjú prósent en ræddu svo
fund þjóðarleiðtoga Norðurlanda í Helsinki með Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Þeir rifjuðu upp að síðasti sambærilegi fundur var í Hvíta húsinu 2016 þegar Barack Obama var forseti og Sigurður Ingi forsætisráðherra. Sauli Niniistö, forseti Finnlands, er sá eini frá þeim fundi sem er á Helsinki-fundinum í dag. Þeir ræddu breytingar á norrænni samvinnu með inngöngu Finna og Svía í NATO. Þar með rætist gamall draumur margra áhugamanna um norræna samvinnu og norrænt varnarbandalag. Í lokin var rætt um ástæður þess að Orkneyjar hættu að vera norrænar, gengu undan Kalmarsambandinu og voru innlimaðar í Skotland.