Nýtt fólk hefur tekið við stjórn í Bretlandi og Svíþjóð, Rishi Sunak kom í stað Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands, í Svíþjóð hefur hægri stjórn tekið við af ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Nýir leiðtogar voru í eldlínunni í þingumræðum. Í Bretlandi þótti Sunak standa sig vel í fyrsta fyrirspurnatíma forsætisráðherra. Þingmenn Íhaldsflokksins studdu vel við bakið á honum. Í sænska þinginu var meiri ró yfir umræðum.
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þessi mál í Heimsglugganum, minntust einnig á kosningar í Brasilíu á sunnudag og í Danmörku næsta þriðjudag þar sem margt bendir til þess að gamli pólitíski refurinn Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, geti verið í lykilstöðu og ráðið hvort hægri- eða vinstristjórn taki við.