Innrásins í Úkraínu var eina umræðuefni Heimsgluggans, aðra vikuna í röð. Að þessu sinni var samsending Rásar-1 og Rásar-2 vegna veikinda og fjarveru umsjónarmanna Rásar-1. Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í Úkraínu og spjallinu lauk á upptöku frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í gærkvöld. Þá var í upphafi leikinn sálmur sem ekki var á efnisskránni, Sofðu Jesú eftir úkraínska tónskáldið Valentyn Silvestrov. Halla Oddný  Magnúsdóttir kynnti verkið en rétt að geta þess að þögn sem ríkti áður en Sinfónían hóf að leika var klippt út.