Með lífið í lúkunum

Ungbarnasund Erlu (Heilsumoli 28)


Listen Later

Í þessum heilsumola fer Erla yfir praktísk atriði fyrir alla sem hafa áhuga á því að koma á námskeið hjá Ungbarnasundi Erlu í Suðurbæjarlaug. 

Ungbarnasund hefur gífurlega jákvæð áhrif á heilsu barna, líkamlega, andlega og félagslega. Ungbarnasund örvar hreyfiþroska barna og styrk, stuðlar að betri svefni og matarlyst, örvar skynfæri barnsins og hækkar streituþröskuld. Einnig styrkir ungbarnasund tengslamyndun foreldra og barna sem hefur áhrif á líðan og heilsu bæði foreldra og barns til framtíðar. 

Ungbarnasund Erlu var stofnað af Erlu Guðmundsdóttur í júlí 2006. Erla er félagi í Busla, félagi ungbarnasundkennara á Íslandi og var ritari félagsins frá 2005-2019 og hefur verið formaður félagsins síðan árið 2019.

Upplýsingar um námskeið

Hvert námskeið er 6 vikur (að undanskildu sumarnámskeiði sem er 3 vikur) með skipulagðri dagskrá í sundlauginni þar sem góða skapið, brosið og stöðugt hrós eru lykilatriði. Ungbarnasund byggir á nánu sambandi foreldra og barns og þetta er því ekki síður námskeið fyrir foreldrana en börnin. Kennt er einu sinni í viku, 40-45 mínútur í senn.

Byrjendanámskeið er fyrir börn 3 mánaða og eldri. 
Framhaldsnámskeið 1 er fyrir börn 4-10 mánaða sem lokið hafa byrjendanámskeiði í ungbarnasund eða eldri byrjendur og
Framhaldsnámskeið 2 er fyrir börn 7 mánaða-2 ára sem lokið hafa byrjendanámskeiði og/eða framhald 1.
Framhaldsnámskeið 3 er nýr hópur fyrir 1-2,5 ára börn. Hægt er að koma aftur og aftur á framhald 2 og 3.

Námskeiðið fer fram í innilaug Suðurbæjarlaugar. (Hringbraut 77, Hafnarfirði). Hitastig laugarinnar er 34-36°C. Lofthiti er 25-30°C. Skiptiborð eru við innilaugina fyrir hvert barn.

Nánari upplýsingar á nýrri og glæsilegri heimasíðu www.ungbarnasunderlu.is

Ungbarnasund Erlu er einnig á TikTok og Instagram

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Með lífið í lúkunumBy HeilsuErla

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

6 ratings


More shows like Með lífið í lúkunum

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Heilsuvarpid by Ragga Nagli

Heilsuvarpid

7 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spjallið by Spjallið Podcast

Spjallið

13 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

7 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners