Kórónuveirufaraldurinn lék flugfélög heimsins grátt vegna mikils samdráttar í farþegaflugi. Skandínavíska flugfélagið SAS er eitt þeirra og segja sumir sérfræðingar að félagið fari í þrot takist ekki að endurskipuleggja reksturinn. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Í síðari hluta þáttarins ræddu þeir valdarán en í ár hefur her velt ríkisstjórn í fimm löndum heims. Lýðræðið á í vök að verjast, jafnvel í Evrópu þar sem einræðistilburðir nokkurra ríkisstjórna hafa veikt grunnstoðir þess.