Heimskviður

108 | Eftirspurn eftir úkraínskum konum og dauðarefsingar í Íran


Listen Later

Þar sem er stríð, þar er kynferðislegu ofbeldi sömuleiðis beitt. Það virðist því miður vera einhverskonar lögmál, meira að segja enn þann dag í dag þrátt fyrir að aðgerðir gegn kynferðisofbeldi séu meira í umræðunni. Hluti af hjálparstarfi vegna stríðsins í Úkraínu miðar eingöngu að því að hjálpa konum á flótta undan mögulegu mansali, vændi eða öðru kynferðisofbeldi, og alveg ljóst að ekki er vanþörf á. Leit af úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi á netinu jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mjög víða, meira að segja hér á landi, hafa einhleypir karlmenn boðist til að hýsa ungar og huggulegar konur á flótta undan stríðsátökum í heimalandinu.
Birta ræddi við Valiant Richie, sérfræðing hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem fer fyrir þeirri deild stofnunarinnar sem berst gegn mansali og kynferðisofbeldi í stríði.
Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners