Heimskviður

114 | Vígbúnaðarkapphlaup til tunglsins og Kevin Spacey


Listen Later

NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, ætlar síðar í dag að skjóta á loft geimflaug, þeirri lang öflugustu sem smíðuð hefur verið, og þar með má segja að Artemis verkefnið sé komið á fullt en helsta markmið þess er að koma mönnuðu geimfari til tunglsins og síðar til Mars. Tólf karlmenn stigu fæti á tunglið á aðeins tæpum fjórum árum, frá 1969 til 1972. Og nú á að endurtaka leikinn. Eða það átti að gera það á mánudaginn en jómfrúargeimskotinu var frestað og verður síðdegis í dag ef allt gengur að óskum. Bandaríkin leggja mikið kapp á að vel takist til af því að Rússar eða sérstaklega Kínverjar eru komnir langt fram úr þeim í geimrannsóknum. Og þrátt fyrir alla umræðu um uppgötvanir mannsins í geimnum, ferðir til Mars og aukin þekking á alheiminum, þá er þetta líka vígbúnaðarkapphlaup. Einna mikilvægustu hergögn dagsins í dag eru úti í geimnum, og það er mjög mikið undir fyrir stórveldin að verða fyrst í mark. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið.
Þeir hafa allnokkrir fallið af stallinum í Hollywood eftir metoo-byltinguna þar. Harvey Weinstein, R. Kelly, Michael Jackson, Bill Cosby, Roman Polanski, Woody Allen, Bryan Singer, Luc Beson, Marilyn Manson? svo einhver nöfn séu nefnd, voru allir opinberaðir sem kynferðisbrotamenn og níðingar eftir að hafa fengið að áreita hina og þessa ítrekað í áraraðir. Sumir eru í fangelsi, aðrir misstu bara vinnuna og æruna. Og auðvitað er þessi listi ekki tæmandi. Það vantar til dæmis eitt stórt nafn - Kevin Spacey - mál hans hefur verið kallað eitt stærsta og dramatískasta fallið í Hollywood. Ein skærasta og virtasta stjarna Bandaríkjanna er nú svo eitraður að hann getur hvergi verið, enginn vill vinna með honum og enginn trúir honum. Tugir hafa stigið fram og sakað Spacey um áreitni og ofbeldi í gegnum tíðina, þrjú hafa fallið frá áður en til málaferla kom, honum hefur verið gert að greiða óheyrilega háar fjárhæðir í bætur til Netflix vegna House of Cards og þetta virðist hvergi nærri hætt. Málin halda bara áfram að koma. Sunna Valgerðardóttir sló á þráðinn vestur um haf og tók púlsinn á Hollywood með dyggri aðstoð Drafnar Aspar Snorradóttur Rozas, leikmyndahönnuðar, framleiðanda og Hollywood-fréttaritara sem þekkir mál Spaceys út og inn.
Í Heimskviðum er fjallað um allt það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners