Heimskviður

116 | Bill Browder og Elísabet Englandsdrottning


Listen Later

Það eru næstum sjö mánuðir liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og það eru allskonar afleiðingar að koma betur og betur í ljós. Orkukreppan og verðbólgan í mörgum ríkjum Evrópu er til dæmis bein og óbein afleiðing af þessum átökum, orkukreppan vegna þeirra viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem Evrópusambandið og önnur vestræn ríki, Ísland þar með talið, hafa sett, bæði á stjórnvöld í Rússlandi og líka á ákveðna einstaklinga sem taldir eru sekir um mannréttindabrot og spillingu. Slíkar aðgerðir, gegn einstaklingum, eru margar hverjar byggðar á löggjöf sem kennd eru við rússneskan lögfræðing sem hét Sergei Magnitsky og maðurinn sem barist hefur fyrir því óslitið síðan 2009 við að koma þessari löggjöf á koppinn víða um heim, heitir Bill Browder. Hann er orðinn heimsþekktur fyrir þessa baráttu sína. Björn Malmquist ræddi við Browder.
Þegar kistu Elísabetar Englandsdrottningar var flogið frá Skotlandi yfir til Lundúna á miðvikudag var fóru sex milljónir inn á vefsíðuna Flightradar24 til að fylgjast með ferðalaginu. Aldrei í sögu vefsíðunnar hafa fleiri fylgst jafn grannt með ferðalagi einnar flugvéla. Áhorfið á sjónvarpsþættina The Crown gegnum streymisveituna Netflix hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet lést. Þá hafa verið fluttar óteljandi fréttir af öllu sem tengist andláti Elísabetar og valdaskiptum í Bretlandi, fréttir um allt frá nýlendustefnu til samloka með marmelaði. Birta Björnsdóttir fjallar um andlát Elísabetar.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur um allt sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners