Heimskviður

122| Lobbíistar, pólitík og Kanye West


Listen Later

Í Svíþjóð hafa nokkrir fyrrverandi stjórnmálmenn og áhrifamenn í stjórnmálum hagnast gríðarlega undanfarin ár, með því að staðsetja sig á mörkum stjórnmála og atvinnulífs. Sumir hafa grætt á einkavæðingu sem þeir stóðu sjálfir að. Aðrir hafa farið að starfa sem lobbýistar nær strax og þeir hættu í stjórnmálum. Óljós mörk stjórnmálaþátttöku, hagsmunagæslu og fyrirtækjareksturs hafa verið gagnrýnd í Svíþjóð, líkt og í Danmörku, Þýskalandi og víðar. Líkt og Kári Gylfason, tíðindamaður okkar í Gautaborg, fjallar um.
Instagram- og Twitterreikningum Kanye West var lokað fyrr í mánuðinum. Ástæðan er hatursorðræða tónlistargoðsagnarinnar, nánar tiltekið það sem fjölmiðlar kalla gyðingahatur. West, sem hefur nú breytt nafni sínu í Ye, var gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín sem hann lét falla bæði á samfélagsmiðlum og í viðtölum um miðjan mánuðinn. NBC greindi frá færslu, sem West eyddi reyndar, þar sem hann deildi skilaboðum á milli sín og rapparans Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða P Diddy, þar sem West fullyrti að Combs væri undir stjórn gyðinga og vitnaði síðan í kenningar sem eru byggðar á gyðingafordómum, andúð og jafnvel hatri. Sunna Valgerðardóttir skoðaði það nýjasta, og smávegis af því gamla, sem er að frétta af furðufuglinum og tónlistargoðsögninni Kanye "Ye" West.
Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners