Heimskviður

131| Dauðarefsingar og harðlínustjórn í Ísrael


Listen Later

Bann við palestínska fánanum á almannafæri, fleiri landtökubyggðir á landsvæði Palestínumanna og umdeild yfirhalning á dómskerfinu eru á meðal þess sem ný ríkisstjórn í Ísrael hefur boðað. Benjamín Netanjahú er snúinn aftur sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem er sögð mesta harðlínustjórn í sögu Ísraels. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Miðausturlanda, um áherslur nýrrar ríkisstjórnar. Og við sérfræðing í málefnum Ísraels og Palestínu og stjórnmálaskýranda í Tel Aviv sem er ekki bjartsýn á friðarferlið og segir að draumurinn um sjálfstæða Palestínu hafi aldrei verið jafn fjarlægur.
Svo fjöllum við líka um dauðarefsingar. Íranska ríkið hefur verið harðlega gagnrýnt af alþjóðasamfélaginu síðan mótmælin gegn klerkastjórninni brutust þar út í september. Og þeir sem stjórna í Íran hika ekki við að taka fólk af lífi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið fordæma aftökurnar sem eru sagðar byggja á ósanngjörnum réttarhöldum og þvinguðum játningum. Ríkisstjórnir hinna ýmsu vestrænu ríkja hafa sömuleiðis fordæmt aftökurnar, meðal annars ríkisstjórn Bandaríkjanna, en Bandaríkin eru einmitt eitt af löndum heims þar sem dauðarefsingar eru enn uppi á borðinu. Að minnsta kosti 579 fangar í 18 löndum voru teknir af lífi árið 2021, samkvæmt skýrslu Amnesty International. Samtökin benda á að dauðadómum og aftökum hafi fjölgað í ríkjum sem hafa beitt henni mikið hingað til. 108 lönd heimsins hafa afnumið dauðarefsingar. En hvað réttlætir dauðarefsingar, hvernig er þeim beitt í heiminum og hver eru rökin á móti þeim? Sunna Valgerðardóttir ræddi við heimspekiprófessorinn og siðfræðinginn Salvöru Nordal - um fortíð, nútíð og mögulega framtíð, þessarar refsingar refsinganna, hinn óaftturkræfa dauða, sem enn er við lýði í 55 löndum heimsins.
Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

15 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

35 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners