Spegillinn

31.10.2022


Listen Later

Spegillinn 31. október 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Íslendingur sem flúði innrásina í Úkraínu hefur snúið aftur til Kyiv og ætlar að einangra hús sitt á íslenskan máta, vegna lítils orkuöryggis í landinu. Hann segist vart trúa því að búa í þessum aðstæðum. Danir kjósa til þings á morgun og það stefnir í mest spennandi kosningar í landinu síðan fyrir aldamót. Enn er óvíst hvenær skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka lítur dagsins ljós. Nokkur skjálftavirkni var bæði við Bárðarbungu og Herðubreið í dag. Yfir hundrað tonn af graskerjum hafa selst hér á landi í tilefni af hrekkjavöku sem er í dag. Olaf Scholz kanslari Þýskalands gagnrýndi í dag loftslagsmótmælendur fyrir að gera fræg listaverk að skotmarki sínu í aðdraganda COP27-ráðstefnunnar í Egyptalandi. Á hin rammíslensku jólaborð bætast nú danskir humrar við skosku rjúpurnar. Lengri umfjöllun: Ársverðbólgan í þeim 19 löndum Evrópu þar sem evran er gjaldmiðill mælist núna að meðaltali 10,7 prósent. Hún hefur aldrei áður mælst svo mikil í rúmlega 20 ára sögu evrunnar. Þetta kemur fram í tölum Evrópsku hagstofunnar - Eurostat- sem birtar voru í dag. Það er einkum orku- og matarverð sem hefur hækkað. Orkuverð hefur hækkað um tæp 42 prósent á einu ári í Evruríkjum og sú hækkun kemur verulega við pyngjuna hjá evrópskum almenningi og fyrirtækjum. Kristján Sigurjónsson ræðir við Katrínu Ólafsdóttur hagfræðing og dósent við Háskólann í Reykjavík um efnahagsástandið í Evrópu og áhrif þess hér á landi. Þann sjötta nóvember hefst loftslagsráðstefnan COP 27 í Egyptalandi. Ríki heims koma þar saman til að leggja á ráðin um stöðu loftslagsmála og stilla saman strengi sína í baráttunni við loftslagsvána. Sendinefnd fer frá Íslandi á ráðstefnuna sem formlegur málsvari landsins, en þar verða einnig fleiri fulltrúar. Helga Barðadóttir fer fyrir sendinefnd Íslands á COP-27. Bjarni Rúnarsson talar við Helgu. Í Sao Paulo og víðar í Brasilíu brast á með söng og dansi meðal stuðningsfólks Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðanda vinstrimanna, þegar hann seig fram úr andstæðingnum Jair Bolsonaro forseta, frambjóðanda hægrimanna, í gærkvöld. Ásgeir Tómasson segir frá forsetakosningunum í Brasilíu.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

27 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners