Heimskviður

72 | Chauvin dæmdur og Rússland Pútíns


Listen Later

Í Heimskviðum þessa vikuna höldum við til Bandaríkjanna og Rússlands. Eitt stærsta fréttamál vikunnnar er án efa dómurinn sem féll yfir fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin á þriðjudag, sem myrti George Floyd í maí síðastliðnum. Tólf manna kviðdómur úrskurðaði Chauvin sekan í öllum þremur ákæruatriðunum. Ákæruatriðin voru þrjú, annarar gráðu morð, morð af þriðju gráðu og svo manndráp. Stöldrum aðeins við þarna, hvað þýðir þetta og af hverju er þetta svona flókið? Birta ræðir við afbrotafræðinginn Margréti Valdimarsdóttur.
Síðustu vikur hefur spennan á landamærum Rússlands og Úkraínu magnast, en Rússar hernámu Krímskaga árið 2014 og síðan þá hafa átök geysað á svæðinu. Á fimmtudag tilkynntu stjórnvöld í Rússlandi hinsvegar að þau myndu draga herlið sitt til baka, og á flutningunum að vera lokið fyrir fyrsta maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á leiðtogafund. En Krímskagi er áfram hernuminn af Rússum og þótt spenna síðustu vikna hafi nú minnkað, er engin skortur á fréttum frá Rússlandi. Guðmundur Björn ræddi við Val Gunnarsson, sagnfræðing, um Rússland Pútíns og hvað framtíðin ber í skauti sér.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Frjálsar hendur by RÚV

Frjálsar hendur

66 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

38 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners