Heimskviður

88 | Frystar eignir Afgana og ferðalag Sómalíu til lýðræðis


Listen Later

Hryðjuverkin 11. september árið 2001 breyttu sannarlega heimsmyndinni og nú 20 árum síðar eru eftirmálar þeirra enn í fréttum. Fyrir utan ástandið í Afganistan eftir að bandaríkjaher yfirgaf landið og Talíbanar tóku völd er líka margt ennþá óuppgert í Bandaríkjunum. Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkanna höfðuðu skaðabótamál fyrir 20 árum sem hafa ekki verið útkljáð. Um 150 ættingjar krefjast þess nú að það verði gert fyrst Talíbanar séu mættir aftur til leiks. Í New York á afganska ríkið milljarða dollara sjóð sem fólkið segist eiga kröfu í. En það gera Talíbanar reyndar líka. Það er hægara sagt en gert að nálgast þessa peninga. Það ríkir viðskiptabann milli Bandaríkjanna og Talíbana sem eru flokkuð sem hryðjuverkasamtök og allar afganskar ríkiseignir erlendis eru kyrrsettar. Til þess að opna þennan sjóð þurfa Bandaríkjamenn að viðurkenna Talíbana sem réttmæta ríkisstjórn Afganistans og því fylgja alls kyns pólitískir hnútar. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið.
Í síðari hluta þáttarins höldum við til Sómalíu. Í þessu gríðrarstóra landi búa þó ekki nema rétt rúmlega 15 milljónir, aðeins færri en í Hollandi. Svipaður íbúafjöldi er þó líklega það eina sem Holland og Sómalía eiga sameiginlegt. Síðustu ár og hafa málefni Sómalíu helst borið á góma í vestrænum fjölmiðlum í tengslum við sjóræningja, en sómaliskir sjóræningjar hafa frá aldamótum tekið erlend skip og sjómenn í gíslingu á Adenflóa og krafist lausnargjalds af þeim. Þessi sjóræningjastarfsemi er aðeins ein birtingarmynd hins gamla orðatiltækis, neyðin kennir naktri konu að spinna. Borgarastyrjöld hefur geysað í landinu - meira og minna - í þrjá áratugi, sem hefur gert það að verkum að hryðjuverkahópar hafa hreiðrað um sig í landinu, fátækt er mikil og fólki allar bjargir bannaðar. Þá er lítil líðræðishefð í landinu, og illa gengur að halda fyrirhugaðar forsetakosnignar. Helen María Ólafsdóttir, sem býr og starfar í Mogadishu, ræðir við okkur um Sómalíu.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners