Heimskviður

90 | Svíþjóðardemókratar, Tikhanovsky og arfleið Angelu Merkel


Listen Later

Eftir áratugi úti í kuldanum, virðist stjórnmálaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir nú smám saman vera að komast inn í hlýjuna í sænskum stjórnmálum. Flokkurinn, sem lengst af hafði nær ekkert mælanlegt fylgi, mælist nú ýmist annar eða þriðji stærsti flokkur landisins. Aðrir flokkar hunsuðu Svíþjóðardemókratana lengi, þar sem flokksmenn voru sakaðir um útlendingaandúð, jafnvel rasisma og hægriöfgastefnu. Það breyttist þó á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir, þegar aðrir flokkar hófu samstarf við Svíþjóðardemókratana. Hvernig stendur á þessari breytingu og hvernig varð hún? Og hvað þýðir hún fyrir Jafnaðarmannaflokkinn sem undanfarin hundrað ár hefur verið langstærsti og áhrifamesti flokkur Svíþjóðar? Kári Gylfason í Gautaborg ætlar að segja okkur frá því.
Í vikunni var hvít-rússneski stjórnarandstæðingurinn Serghei Tsikanousky dæmdur í átján ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Tsikanousky, sem er þekktur bloggari, andófsmaður og ötull gagnrýnandi Alexanders Lúkasjenka forseta landsins, var handtekinn í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi vorið 2020. Tsikanousky hafið þá boðað forsetaframboð, þar sem hugðist steypa Lukasjenka af stóli, en sá síðarnefndi hefur setið þar síðan árið 1994 og er þaulsetnasti kjörni þjóðarleitogi Evrópu.
Þann áttunda desember tók Olof Scholz, sextíu og þriggja ára lögfræðingur frá Hamborg við embætti Þýskalandskanslara, sá fjórði frá sameingu austur- og vestur Þýskalands, ef með er talinn Helmut Kohl sem sat á kanslarastóli í Vestur-Þýskalandi frá 1982 og fram yfir sameiningu, eða til 1998. Helmut Kohl var þaulsetnasti kanslari Þýskalands, en í heil sextán ár og 26 daga. En fyrirrennari Olof Scholz skorti aðeins 10 daga í viðbót á kanslarastóli til að slá það met. Það er Angela Merkel, sem kveður nú hið pólitíska sjónarsvið. En hver er þessi kona, sem stundum hefur verið kölluð valdamesta kona í heimi? Og hvernig verður hennar stjórnartíðar minnst? Guðmundur Björn kynnti sér Angelu Merkel og ræddi við Jóhönnu Ýr Bjarnadóttur, doktorsnema við Humboldt háskóla í Berlína.
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners