Heimskviður

91 | Ár frá árásinni á þinghúsið. Hvað svo?


Listen Later

Fyrir ári sínu ruddu dundruðir stuðingsmanna Donalds Trump sér leið inn í þinghúsið í Washington D.C. þar sem þau freistuðu þess að koma í veg fyrir að öldungadeildin staðfesti kjör Joe Bidens til Bandaríkjaforseta. Síðan hefur liðið heilt ár, en eftirköst þessara atburða marka djúp spor í bandarísku samfélagi, atburða sem hefðu þótt óhugsandi að gætu gerst. Donald Trump þáverandi forseti var í kjölfarið ákærður fyrir embættisbrot í starfi fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að taka kjöri Bidens - sem hann taldi ólögmætt - ekki þegjandi og hljóðalaust. Sérstök nefnd á vegum Bandaríkjaþings rannsakar nú aðild Trumps og hans nánustu samstarfsmanna að árásinni, en alls létust fimm manns í átökunum og yfir sjö hundruð hafa verið ákærð fyrir þáttöku í þeim.
Það var alla tíð ljóst að Joe Biden ætti erfitt verkefni framundan á forsetastóli í Bandaríkjunum, kórónuveiran hafði leikið þjóðina grátt. brottflutningur herliðs Bandaríkjanna frá Afganistan var yfirvofandi, og bandarískt þjóð var klofin í tvennt eftir forsetatíð Trumps. Sem er hvergi af baki dottinn og virðist ótrauður stefna á forsetaframboð að þremur árum liðnum. Svo eru kosningar í báðum deildum bandaríska þingsins í haust, fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Þar hafa demókratar nauman meirihluta, en sagan segir okkur að yfirleitt tapar flokkur sitjandi forseta í fyrstu þingkosningum eftir forsetakjör.
Þátturinn í dag er tileinkaður Bandaríkjunum og því mikla umróti sem á sér stað í bandarísku samfélagi. Guðmundur Björn settist niður með þeim Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Guðmundi Hálfdánarsyni sagnfræðingi og forseta hugvísindasviðs sama skóla og ræddi við þau um hvernig Joe Biden hefur vegnað á sínu fyrsta ári í embætti, hvað Donald Trump sér, og hvaða þýðingu atburðirnir þann sjötta janúar í fyrra höfðu fyrir bandarískt samfélag?
Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimskviðurBy RÚV

  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3
  • 4.3

4.3

15 ratings


More shows like Heimskviður

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

482 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

131 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

16 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

36 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners