Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
FAQs about Álhatturinn:How many episodes does Álhatturinn have?The podcast currently has 53 episodes available.
December 01, 2023Eigendur Manchester City hafa óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinnaHvort sem fólk hefur áhuga á knattspyrnu eður ei, þá höfum við líklega flest heyrt um spillinguna og það bilaðslega magn peninga sem flæðir innan knattspyrnu hreyfingarinnar. Löngum hefur verið rætt um að peningar séu að eyðileggja íþróttina og að leikmenn séu á allt of háum launum sem séu úr takt við allan raunveruleika. En þó líklega aldrei eins mikið og eftir að olíufurstar og fjárfestingarsjóðir heilu þjóðríkjanna fóru að eignast knattspyrnufélög. Áður höfðu kaup Roman Abramovich á Chelsea vissulega vakið efasemdir einhverra stuðningsmanna annara liða og einhverjir kváðu oft við þegar Real Madrid og Barcelona kepptust við að slá metin yfir dýrustu leikmenn sögunnar á sínumtíma. En sú gagnrýni var ekkert í líkingu við þá gagnrýni sem komið hefur fram eftir kaup olíusjóðs sameinuðu arabísku furstadæmanna á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.En hvað hefur þetta eiginlega að gera með Álhatta og samsæri kann einhver að spyrja? Er möguleiki á að eigendur Manchester City séu það auðugir og valdamiklir í krafti auðjöfra sinna að það sé farið að hafa áhrif á dómara og dómgæslu í úrvalsdeildinni almennt? Í nýjasta þættinum af Álhattinum ræða þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór þá skemmtilegu samsæriskenningu að Manchester City séu ekki bara skekkja leikinn og kaupa titla með kaupum á öllum dýrustu og bestu leikmönnum á markaðnum heldur séu þeir einnig að hafa óeðlileg áhrif á dómara í ensku úrvalsdeildinni. Hlekkir á efni rætt í þættinum:Man City boosted its finances through creative plays, documents showWhy Haven't Man City Been Punished Yet?Heimildarmynd um spillingu CityVörn City stuðningsmannaGAGNRÝNIR ÞAÐ AÐ DÓMARI FRÁ MANCHESTER DÆMI MAN CITY - LIVERPOOLThe issues with multi-club ownershipCity Football Group. A Brand Of Its OwnHvaða úrvalsdeildarlið græða mest á VAR?2019-202020-212021-222022-232023-24UM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more1h 56minPlay
November 17, 2023Handritshöfundar The Simpsons eru með dulda vitneskju um atburði framtíðarinnar, sem þau setja í þættina sínaSjónvarpsþættirnir um Simpsons fjölskylduna eru einhverjir farsælustu þættir allra tíma og lang langlífustu þættir sem sýndir eru í dag. Í rúm 30 ár hefur þessi gula og skondna vísitölufjölskylda og aðrir bæjarbúar Springfield skemmt áhorfendum með alls vitleysu og uppátækjum og mótað skopskyn fleiri kynslóða. Út um allt á internetinu má finna greinar og myndbönd um allskonar atburði sem höfundar Simpsons fjölskyldunnar eiga að hafa spáð fyrir um.Málsmetandi aðili þáttarins er Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, fyrrverandi forseti borgarstjórnar og einn fremsti Simpsons sérfræðingur landsins.Spádómar ræddir í hlaðvarpinuApple Watch og skjásímarHestakjöti blandað í máltíðirSnjallsímar og auto-correctFIFA spillingGrikkland er til sölu á ebayDisney kaupir 20 Century FoxLady Gaga á Super BowSigfried og Roy tígrisdýra árásTop 4 spádómarDonald Trump er forseti USABoson guðeindin og formúlanThe Simpsons sýna hringborð ræða plott um að sleppa Zika Virus á almenningSpádómur um 11 september 2001Hlekkir á annað ítarefni sem er nefnt í þættinum:Listi yfir allar spár í Simpsons25 atriði sem Simpsons hafa spáðSjónarhorn Sviss (hlutlausa fólksins)Hvernig fókus þáttana færist frá prakkaranum Bart yfir til “vitleysingsins” Hómer Góð yfirferð þar sem spádómarnir eru útskýrðir frá sjónarhorni efahyggjufólksKenningin rifin í sig af efasemdarfólkinu á snopes.comReuters með áreiðanleika athugun á fullyrðingunni og spádómunumHvað er forvirk samfélagsforritun og hvernig virkar hún?Matt groening ferðast með lolita expressUM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more1h 44minPlay
November 03, 2023P2: Hryðjuverkin 11 september 2001 í Bandaríkjunum voru innanbúðarverk | Hluti 2Í þessum hluta 2 af Álhattinum halda Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar áfram að ræða kenninguna um að 9/11 hafi verið innanbúðarverk.Atburðirnir á Manhattan í New York, að morgni 11.September 2001, eru líklega einhver skelfilegustu voðaverk sem framin hafa verið, amk í seinni tíð. Hvort sem að fólk trúir því að um hræðileg hryðjuverk eða þaulskipulögð innanbúðarverk hafi verið að ræða.Í fyrri þætti Álhattarins um voðaverkin í síðustu viku fjölluðu Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór um hinar meintu árásir, hrun Tvíburaturnanna sjálfra, byggingu 7, týndu flugfélina sem á að hafa flogið inn í Pentagon og tengsl milli meintra höfuðpaura og æðstu ráðamanna Bandaríkjanna. Strákarnir fóru vel ofan í saumana á opinberu skýringuna á atburðunum en fjölluðu einnig um þá gagnrýni sem skýringin hefur fengið, þar á meðal frá Álhöttum um allan heim. Göt voru stungin í saumana og opinbera skýringin rakin upp.Í þessum síðari hluta Álhattarins um voðaverkin 11.September verður haldið áfram þar sem frá var horfið en örlítið skipt um gír. Í seinni hlutanum ræða þeir félagarnir nefnilega um það hvað gerðist í framhaldi af voðaverkunum og hvaða afleiðingar þessi hræðilegi viðburður raunar hafði, ekki bara fyrir vesturlönd eða Bandaríkin, heldur heimsbyggðina alla. Sérstaklega þegar kemur að borgaralegum réttindum.Þá velta þeir félagar því einnig fyrir sér að ef ekki var um hræðileg hryðjuverk illra innrættra einstaklinga að ræða og bandarísk stjórnvöld skipulögðu og jafnvel framkvæmdu verknaðinn sjálf, hvað gekk þeim þá til? Hvað gerðu bandarísk yfirvöld og Bandaríkjaher í framhaldið af árásunum og hversvegna?Kannski voru það ekki Osama Bin Laden og kumpánar hans sem voru illmenni eftir allt saman heldur George Bush og félagar í bandarísku ríkisstjórnini? Var þetta etv eingöngu til þess að réttlæta síðar frekari árásir á Líbíu og önnur lönd til þess að koma þar fyrir þæginlegum hlýðnum stjórnvöldum sem eru hliðholl Bandaríkjunum og ekkert að vesenast fyrir?Hlekkir á ítarefniSeptember 11, 2001: Former President George W. Bush addresses the nation | ABC News9/11: Press For Truth Heimildamynd911 - BBC news states that the WTC#7 collapsed before it did911 Mysteries - Demolitions (Full Documentary)9/11 - Loose Change 2nd Edition : A MUST WATCH✈️#911Truth Part 16: Bill Cooper’s 9/11 Prediction During June 28, 2001 Radio Broadcast911-conspiracy-alex-jones-predicts-911-in-july-2001President Obama on Death of Osama bin LadenProject for the New American CenturyThomas Kean: The 9/11 Commission Was Set Up To FailUM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more2h 21minPlay
October 27, 2023P1: Hryðjuverkin 11 september 2001 í Bandaríkjunum voru innanbúðarverk | Hluti 1Í nýjasta þætti Álhattarins ræða Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór eina umdeildustu samsæriskenningu allra tíma, kenninguna sem hræddi ungan Guðjón svo mikið að hann var aldrei samur og varð kveikjan að ævilangri baráttu hans til að afhjúpa og uppræta lygar, feluleiki og samsæri heimsins.Þessi þáttur er hluti 1 af 2 sem fjalla um hryðjuverkaárásina hinn 11 september 2001, iðulega þekkt sem 9/11.Það efast líklega fáir um að hryðjuverkaárásirnar að morgni 11 september 2001 hafi verið einhver umfangsmestu voðaverk seinni tíma. 2973 manns auk hryðjuverkamannanna 19 létu lífið í árásum sem höfðu mikil áhrif á alþjóðasamfélagið. Fljótlega eftir árásirnar var sökinni skellt á Osama Bin Laden og félaga hans í Al-Qaeda og í kjölfarið hófu Bandaríkjamenn hið svokallaða stríð gegnhryðjuverkum þegar þeir réðust inn í Afganistan og steyptu þar talíbanastjórninni af stóli. Tveimur árum seinna réðust Bandaríkin svo inn í Írak.Síðan þá hafa Bandaríkin verið nánast samfellt í hernaðaraðgerðum á svæðinu í stríði gegn hryðjuverkum sem virðist engan endi ætla að taka.En atburðarásin vakti strax furðu margra og fljótlega fóru álhattar um allan heim að spurja spurninga og efast um opinbera skýringu stjórnvalda . Getur verið að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða og að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega sjálf átt þátt í skipulagi eða framkvæmd atburðanna? Hvaða ástæðu gætu yfirvöld haft til að skipuleggja slík voðaverk gegn eigin borgurum og hvernig gætu þau komist upp með slíkt? Hlekkir á ítarefni18 Views of Plane Impact in South Tower | 9/11 World Trade Center (2001)Georg Bush reading "My Pet Goat" - Fahrenheit 9/11Founder Of Architects & Engineers for 9/11 Truth Answers Whether Jet Fuel Can Melt Steel BeamsLarry Silverstein, eini leigjandi tvíburaturnanna talar um að "pull it" þ.e. mögulega fella byggingu 7War games 5 í gangi 11.september, hverjar eru líkurnar?Æfingar sem líktu eftir flugvélum að fljúga á byggingarHvernig er hægt að undirbúa svona aðgerð leynilega?Osama Bin Laden was a CIA Agent!911 Firefighters Tell How Bombs Were Going OffOsama bin Laden "Confession video" Fundur George Bush eldri með hálfbróðir Bin Laden að morgni 11.septemberUM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more2h 8minPlay
October 13, 2023Háþróuðum örbylgjuvopnum var beitt til að kveikja skógareldana á MauiÍ nýjasta þætti Álhattarins velta Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór fyrir sér þeirri glænýju og afar áhugaverðu samsæriskenningu að háþróuðum örbylgjuvopnum hafi verið beitt til þess að kveikja skógareldana á Maui og þá hvers vegna? Skógareldarnir á Maui, Hawaii, sem áttu sér stað síðsumars og í haust 2023 eru sagðir vera umfangsmestu skógareldar í sögu Hawaii og mestu náttúruhamfarir sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum á síðustu hundrað árum. En voru þetta raunverulegar og óumflýjanlegar náttúruhamfarir líkt og stjórnvöld og opinbera skýringin vilja meina? Eða getur verið að eitthvað mun dekkra búi að baki? Er möguleiki að eldarnir hafi verið kveiktir viljandi og þá hvers vegna?Einnig ræða þeir undarlegar ákvarðanatökur lögreglu og annara viðbragðsaðila sem virðast um það bil allir hafa tekið eintómar rangar ákvarðanir auk þess að ræða það einfaldlega hvað í veröldinni háþróuð örbylgjuvopn séu.Orkuveita Hawaii og eignarhald hennar ber einnig á góma og þeirri spurningu velt upp hvernig eldur geti kviknað út frá rafmagnslínum löngu eftir að rafmagnið hefur verið rofið af línunum. Strákarnir spá einnig í það hvers vegna yfirvöld skrúfuðu fyrir vatnið í miðjum björgunaraðgerðum og takmörkuðu þannig möguleika slökkviliðsins til þess að berjast við eldana og hvað bjó að baki þeim ákvörðunum að loka öllum vegum út af meintu hamfarasvæðinu? Getur verið að hús með bláum þökkum brenni síður en önnur hús og hvernig í veröldinni þetta eiginlega lögreglustjórum á Hawaii og hans fortíð? Og hvað hafa Oprah Winfrey og Dwayne “The Rock” Johnson með málið að gera. Blackrock, Vanguard, Lockheed Martin og aðrir reglulegir vinir þáttarins eru að sjálfsögðu til umræðu auk John Podesta "uppáhalds" miljarðarmæringi Guðjóns Heiðars. Þetta og margt meira í nýjasta þætti Álhattarins.LINKAR Á VIDEO Í ÞÆTTINUM:https://rumble.com/v3gel61-maui-directed-energy-weapon-documentary-dew-.htmlhttps://www.youtube.com/watch?v=acNRX80azMohttps://www.youtube.com/shorts/G1DVip6WEDwhttps://www.youtube.com/watch?v=Prf06UIPoEMhttps://www.youtube.com/watch?v=eKpB_CY9ztshttps://www.youtube.com/watch?v=2prmks-6Xq4&pp=ygUVbWF1aSBmaXJlICtDT05TUElSQUNZhttps://www.youtube.com/watch?v=xVID8jENuzQhttps://www.youtube.com/watch?v=dIAGYwtPvjEhttps://www.youtube.com/watch?v=gG_ZWu6NoK8 https://www.youtube.com/watch?v=vx414-uS3qYhttps://www.youtube.com/watch?v=o-qLg7g_iuohttps://www.youtube.com/shorts/vbDwShFIGKkhttps://www.youtube.com/watch?v=NCz4vwn70xkhttps://www.youtube.com/watch?v=tg8dDoxJyeA&pp=ygUVbWF1aSBmaXJlcyBjb25zcGlyYWN5UM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more1h 42minPlay
September 29, 2023Díana prinsessa var ráðin af dögum að undirlagi Bresku konungsfjölskyldunnarDiana Frances Spencer, betur þekkt sem Díana prinsessa af Wales, var ein þekktasta og dáðasta kona veraldar seint á síðustu öld. Hún giftist Karli, þá bretaprinsi og nú konungi, í júlí 1981 og naut hún strax mikilla vinsælda á Bretlandseyjum og víðar. Hjá að er virtist öllum nema konungsfjölskyldunni.Samband hennar og Karls var strax frá upphafi mjög óhamingjusamt og stormasamt og fljótt fóru að hvíslast út sögur um ótryggð og framhjáhald þeirra hjóna. En það var ekki bara stormasamt sambandið sem Díana vakti athygli fyrir. Því auk þess að þykja einstaklega vel gefin og máli farin þá þótti hún einnig einkar glæsileg og var hún talin ein fegursta kona Bretlands.Eftir nokkur hræðilega erfið og óhamingjusöm ár í hjónabandi skyldu Karl og Díana að borði og sæng árið 1992 þó lögformlegum skilnaði hafi ekki lokið fyrr en 1996.Eftir það voru bæði Karl og Díana mikið á milli tannana á fólki og stöðugt fjallað um þau í breskum götublöðum og fjölmiðlum. Það var svo að kvöldi 31.ágúst 1997 sem Díana og elskhugi hennar Dodi Fayed létust í árekstri ásamt bílstjóra sínum, Henri Paul, í Pont de Alma göngunum í París. Upphaflega var talið að um slys vegna háskaaksturs væri að ræða, sem skrifa mætti á glæfralegan eltilingarleik undan ágengum blaðaljósmyndurum en síðar breyttist skýringin og skuldinni skelt á bílstjórann, sem var sagður hafa verið dauðadrukkinn og sótölvaður.En hvað ef að ekki var um slys að ræða? Getur verið að áreksturinn hafi verið planaður af konungsfjölskyldunni til þess að taka Díönnu og Dodi úr umferð? Var samband Díönnu og Dodi í óþökk fjölskyldunnar eða getur verið að pólitísk barátta Díönnu, td barátta hennar gegn jarðsprengjum, hafi verið það sem kom henni í koll?Þetta og margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum. UM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more1h 38minPlay
September 15, 2023Leynireglan Illuminati er raunveruleg og stjórnar heiminum á bakvið tjöldin ▲Í þessum þætti af Álhattinum ræða Guðjón, Haukur Ísbjörn og Ómar það sem sumir kalla samsæriskenningu allra samsæriskenninga, er leynireglan Illuminati til og stjórnar hún heiminum?Til eru hin ýmsu leynifélög og reglur um allan heim með misjafnlega göfug eða yfirlýst markmið. Næstum öll höfum við einhverntímann heyrt talað um félög einsog Skulls & Bones, templarana, frímúrara ofl. En þekktast þeirra allra, af undanskildum Frímúrurum kannski, er þó eflaust fyrirbærið Illuminati. Hulduhópurinn og meinta valdaklíkan sem samsærissinnum og Álhöttum um víða veröld er svo tíðrætt um. En þó flest okkar hafi kannski einhverntímann heyrt um Illuminati einhversstaðar á veraldarvefnum eða í sjónvarpsþáttum & kvikmyndum, þá gera sér kannski færri grein fyrir því nákvæmlega hvað Illuminati er. Hvaða fólk er þetta sem stjórnar heiminum bakvið tjöldin líkt og brúðuleikhússtjórar og hvert er endanlegt markmið þeirra? Hvernig er hægt að ganga til liðs við Illuminati og hvernig er ákvarðanatöku og valdastrúktur háttað innan svona leynireglna? Hversu stórir fundir eru þetta og hversu reglulega eru þeir haldnir.Í þessum þætti af Álhattinum fjalla Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór um þá vinsælu og víðförlu samsæriskenningu að heiminum sé leynilega og skipulega stjórnað bakvið tjöldin, af valdagráðugu fólki sem tilheyrir leynireglunni Illuminati. Strákarnir ræða m.a um furðuleg og afar óræðin fyrirbæri einsog World Economic Forum, Trilateral Commission, Club of Rome, Bilderberg Group, Bohemian Grove ofl hópa sem virðast allir hafa sameiginleg eða mjög sambærileg markmið. Afhverju er allt þetta stjórnmalafólk í sífellu að funda með einhverjum vafasömum miljarðamæringum og jakkafatakakkalökkum í reykfylltum bakherbergjum bakvið luktar dyr? Snýst þetta í alvöru eingöngu um tengslamyndun og að auðvelda samskipti eða viðskipti milli landa eða býr eitthvað mun dekkra og alvarleg að baki? Afhverju þarf elítan eiginlega öll þessi mismunandi samtök og félög ef þau ganga í raun öll út á það sama? Hversu mikið og oft er hægt að ræða um alþjóðavæðingu, sjálfbærni og framtíðarskipan efnahagsmála án þess að tala einfaldlega í hringi?Eru aukin alþjóðleg viðskipti og sjálfbærni kannski af hinu góða og hver veit nema þessir fundir snúist eingöngu um það að gera heiminn að betri stað fyrir alla með aukinni sjálfbærni, hagvexti og alþjóðahyggju? Eða er þetta alltsaman blekking og gildra til þess að hreppa almenning í hlekki? Er raunverulega verið að blekkja okkur öll eða er þetta bara einhver endemis vitleysa og þvæla? Þetta og margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum.UM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more2h 15minPlay
September 01, 2023P1: Jeffrey Epstein var strengjabrúða fyrir hulduöflin sem stjórna heiminum | Hluti 1Í þessum þætti af Álhattinum ræða Guðjón, Haukur Ísbjörn og Ómar þá margfrægu samsæriskenningu að bandaríski barnaníðingurinn, nauðgarinn og auðjöfurinn Jeffrey Epstein hafi verið strengjabrúða fyrir hulduöflin sem stjórna heiminum.Það efast eflaust enginn um að Jeffrey Epstein hafi verið fantur og fúlmenni og líklega myndi flest fólk lýsa honum sem sturluðum og sóðalegum siðblindingja. En hvað bjó að baki brotum hans og hvernig komumst hann og vinir hans upp með svona svæsin brot síendurtekið og ítrekað? Var Epstein einfaldlega djöfull í mansmynd með viðbjóðslegar og annarlegar hvatir sem hann leyfði sér að svala hömlulaust án þess að blikna eða bjó eitthvað meira að baki? Hvernig stendur á því að millistéttarstrákur og húsvarðarsonur frá Brooklyn auðgaðist svo svakalega og hvernig í veröldinni komst hann í kynni við bókstaflega allt þotuliðið og elítuna? Tónlistarfólk, kvikmyndastjörnur og stjórnmálaelítan fylktist í kringum hann og nánast kepptust við að kíkja í vafasöm teiti til hans og láta mynda sig með honum. Hversvegna? Hvað hafði Epstein að bjóða elítu elítunnar sem þau komust ekki auðveldlega í annarsstaðar og hvernig komst Epstein eiginlega í upphafi í tæri við þetta fólk? Getur verið að Epstein hafi einungis verið strengjabrúða yfirvalda og starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna og/eða Ísrael? Var Epstein gagngert gerður út til þess að safna vafasömu myndefni af þotuliðinu að gera viðbjóðslega hluti svo hægt væri að beita þau fjárkúgunum með hótunum um afhjúpanir? Hvernig stendur á því að öryggismyndavélar bandarískra yfirvalda eru alltaf að bila? Og hvernig fremur maður sem á að vera í einangrun og á sjálfsmorðsvakt sjálfsmorð? Er opinbera skýringin á dauða Epstein sönn eða var honum einfaldlega komið fyrir kattarnef af illum myrkraöflum þotuliðsins til þess að útiloka að Epstein gæti kjaftað frá og afhjúpað viðbjóð elítunnar? Eða er Epstein ef til vill enn á lífi að njóta lífsins í vitnavernd á vegum stjórnvalda? Málsmetandi aðili þáttarins er leikkonan, leikstjórinn, handritshöfundurinn, TikTok flippkötturinn og annar þáttarstjórnandi margrómaða hlaðvarpsins Boss Bitch Birna Rún Eirkíksdóttir.Þetta og margt fleira í nýjasta þættinum af Álhattinum.UM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more1h 54minPlay
August 18, 2023Titanic var grandað vísvitandi af klíku auðjöfra sem svífast einskisHver kannast ekki við söguna um Titanic? Stærsta og glæsilegasta skipi sögunnar sem sigldi á ísjaka og sökk í sinni jómfrúarsiglingu frá Southampton í England til New York í Ameríku? En er sagan sönn? Í þessari viku ræða félagarnir í Álhattinum lítt þekkta og ef til vill umdeilda samsæriskenningu um afdrif og örlög Titanic. Getur verið að Titanic hafi í raun aldrei farist og að um annað skip hafi verið að ræða? Eða var Titanic grandað vísvitandi til þess að taka af lífi óþægilega einstaklinga sem stóðu í vegi J.P Morgan og viðskiptafélaga hans? Hvort var Titanic ótrúlega óheppilegt slys eða þaulskipulagt tryggingasvik? Hvað hefur þetta með seðlabanka Bandaríkjanna að gera? Hvernig blandast Hersey súkkulaði inn í málið og hvað varð um systurskipin Olympic og Brittanic eftir atvikið hörmulega?Málsmetandi aðilli þáttarins er Bjarni Jónsson tónlistar spekúlant, frumkvöðull og athafnamaður sem hefur m.a komið að skipulagi tónlistarhátíða á borð við secret solstice og komið á fót nikotínpúða fyrirtæki sem framleiðir cbd nikótípúða.UM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more1h 25minPlay
August 04, 2023Geimverur hafa heimsótt jörðina og yfirvöld hylma yfir tilvist þeirraÍ þessum þætti af Álhattinum ræða Guðjón Heiðar, Haukur ísbjörn og Ómar hvort geimverur hafi heimsótt jörðina og yfirvöld hilmi yfir tilvist þeirra.Öll höfum við horft uppí stjörnubjartan næturhiminn og velt fyrir okkur hvort við séum ein í þessu sólkerfi, þessari vetrarbraut, þessum alheim.Eru geimverur til? Eru þær greindar eða bara einfaldar örverur? Hafa þær heimsótt jörðina? Ef svo er, hvar eru sönnunargögnin og af hverju eru ekki allir að tala um þetta?Til eru endalausar sögur af geimverum að heimsækja jörðina, vitnisburður við misgáfulegt fólk sem segist hafa verið brottnumið og mörg okkar hafa séð myndefni af fljúgandi furðuhlutum í misgóðum gæðum.En hvað er til í þessu?Gæti verið að yfirvöld séu vísvitandi að láta okkur halda að þær hafi heimsótt okkur af annarlegum ástæðum til þess að dreifa athygli fólks frá mikilvægari málum?Eru þetta falsfréttir og hugarburður ruglaðra einstaklinga með mikilmennsku brjálæði? Eru þetta einfaldlega fake og photoshoppuð video? Ef aðeins ein af þessum sögum, vitnisburðum eða myndefni er raunverulegt - þá myndi það kollvarpa heimsýn okkar sem jarðarbúar.Þetta og margt fleira munu þeir félagar tækla í þessum þætti sem sem tekur á kenningu margir vilja meina að sé ein mikilvægasta samsæriskenningin af þeim öllum.Þátturinn er tekinn upp og birtur í júlí / ágúst 2023.Áhugavert ítarefni:Gimball fljúgandi furðuhluturinn frá Pentagonhttps://www.youtube.com/watch?v=QKHg-vnTFsMMargskonar video af fljúgandi furðuhlutumhttps://www.youtube.com/watch?v=HW7wfetKAU0Nýlegur vitnisburður fyrir þinginu í BNAhttps://www.youtube.com/watch?v=7ZDZGLaWEakViðtal við fólkið sem sá fljúgandi furðuhlut í skólanum í Ástralíuhttps://www.youtube.com/watch?v=sPHVvg-dXOsViðtal við Buzz Aldrin, geimfarahttps://www.youtube.com/watch?v=ZNkmhY_ju8oUnacknowledged heimildamyndinhttps://youtube.com/watch?v=iXxeGUcmGFs&feature=shareSirius heimildamyndinhttps://youtu.be/5C_-HLD21hAEgyptar og geimverurhttps://www.youtube.com/watch?v=sPHVvg-dXOsGömul málverk og geimverurhttps://www.youtube.com/watch?v=39hMIgshgSohttps://www.youtube.com/watch?v=l-yNxkCLGjw&pp=ygUWcGFpbnRpbmdzIGV2aWRlbmNlIHVmbw%3D%3Dhttps://www.youtube.com/watch?v=vBLKYhfwyc4Viðtalið við Bob Lazaar sem segist hafa unnið á area 51https://open.spotify.com/episode/7Gg4Qi578G5SXoEtaLVVpx?si=25f24c69b43a41cfhttps://www.youtube.com/watch?v=2GRjgBVw9PkÚtskýring á Project Blue Beam - Yfirvöld eru að blekkja okkurhttps://www.youtube.com/watch?v=wLZTaCL4yA0Viðtalið við Travis Walton sem segist hafa verið brottnuminnhttps://open.spotify.com/episode/0mCfpeY0Ga4meTanUM ÁLHATTINNÍ þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst....more1h 40minPlay
FAQs about Álhatturinn:How many episodes does Álhatturinn have?The podcast currently has 53 episodes available.