Spegillinn 11. október 2022
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir
Formenn VR, Eflingar og Starfsgreinasambandsins hafa allir fallið frá framboði til æðstu embætta Alþýðusambands Íslands. Formennirnir og fjöldi stuðningsmanna þeirra gengu út af þingi ASÍ í dag. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, Vilhjálm Birgisson formann Starfsgreinasambandsins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar.
Augu fjölmargra landsmanna eru á Portúgal þessa stundina. Íslenska kvennalandsliðið stendur í eldlínunni og freistar þess að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður greindi frá marki sem Íslendingar skoruðu og dæmt var af.
Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims ætla að draga Vladimír Pútín Rússlandsforseta til ábyrgðar fyrir tugi flugskeytaárása á almenna borgara og samfélagsinnviði í gær.
Ferðaþjónustan á Norðurlandi krefst þess að reglulegur snjómokstur verði tekinn upp á Dettifossvegi. Fossinn sé einn af lykilstöðum í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Þessu er líkt við að ófært væri að Gullfossi allan veturinn. Ágúst Ólafsson talaði við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
Mikill fjöldi stuðningsfólks Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, sló hring um þinghúsið í Westminster í Lundúnum, höfuðborg Bretlands um helgina, og krafðist þess að hann yrði umsvifalaust látinn laus. Markús Þórhallsson sagði frá.
------------------
Kristján Þórður Sveinbjarnarson, sitjandi forseti ASÍ segir að staðan innan sambandsins eftir ákvörðun formanna stærstu félaganna um að draga framboð til forystustarfa sé sláandi og erfið. Ákvörðun þeirra kom honum á óvart, sjálfur ætlar hann ekki að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði boðið sig fram til 1. varaforseta og segir það standa enn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra leggur aftur fram umdeilt frumvarp um herta útlendingalöggjöf. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að aukinn fjöldi hælisleitenda auki álag á innviði. Alma Ómarsdóttir talaði við þau.
Forseti Úkraínu óskaði þess á fundi með leiðtogum G-7 iðnríkjaeftir að alþjóðlegum hópi yrði falið að fylgjast með öryggismálum á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands þar sem árás hvítrússnesks herliðs væri yfirvofandi. Ásgeir Tómasson sagði frá.