Ískisur er skemmtiþáttur um bókabálkinn Ísfólkið og internetkisur. Busy Bernie er fjarri góðu gamni og þar af leiðandi eru stelpurnar án allrar ritskoðunar. Helga gefur þýskuna upp á bátinn og reynir við nýtt tungumál, með svipuðum árangri. Er hægt að hlusta á Ískisur á tvöföldum hraða? Nær Kristín að loka öskurkeðjunni? Hver bræðranna er með illa arfinn? Hversu langrækinn er Brandur? Kemur þybbna stelpan (sem á víst nafn) aftur til sögu hjá Ísfólkinu? Og ef svo verður, mun hún fylla uppí kinnarnar sínar með andliti? Eða verður hún bara velbökuð lítil hveitibolla um aldur og ævi?