Mynd um barnalega fullorðna var til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á Börn, fyrri myndina í svart-hvíta tveggja kynslóða tvíleik Vesturports og Ragnars Bragasonar. En hvar fellur myndin inn í Matt Damon seríuna? Hvert er besta jóladagatalið? Hvort var betra, New World spilið eða Verðbréfaspilið? Allt þetta og KFC rasismi í Bíó Tvíó vikunnar!