Spegillinn

Auðlindin okkar og norrænt samstarf


Listen Later

Spegillinn, 17. janúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Ágreiningur um veiðigjald og hvernig megi hámarka hag samfélagsins af sjávarútvegi verður áfram þrætuepli, að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem hefur tekið við sextíu bráðabirgðatillögum starfshópa og vonar að þær skerpi sýn. Lokatillögur þeirra koma í maí.
Það kemur Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar á óvart hversu víðtæk áhrif rafmagnsleysið á Suðurnesjum í gær hafði á alla innviði. Hann segir brýnt að styrkja þá. Það varði jafnvel þjóðaröryggi. Alexander Kristjánsson tók saman.
Rannsókn lögreglu á hendur Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir, er lokið. Mál hans verður sent til héraðssaksóknara síðar í þessum mánuði. Hann er grunaður í sex málum. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ákært karlmann fyrir vörslu þúsunda mynda og myndbanda sem sýna barnaníð. Maðurinn hafði halað niður, skoðað eða dreift myndefninu sem meðal annars sýndi brot gegn mjög ungum börnum. Oddur Þórðarson tók saman.
Hitastig gæti sveiflast um rúm tuttugu stig á næstu dögum. Tíu stiga hita og mikilli rigningu er spáð á sunnanverðu landinu á föstudaginn og Veðurstofa íhugar að gefa út viðvaranir vegna hláku segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Pétur Magnússon tók saman.
-------------
Kvótakerfi verður enn við lýði, en meðal þess sem lagt er til í sextíu tillögum starfshópa Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um Auðlindina okkar, sem líklegt er að verði umdeilt er tillaga um hækkað veiðigjald, og breytingar á byggðakvóta og 5,3 prósenta kerfisins svokallaða sem og að auka gagnsæi í eignarhaldi og rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi um tillögurnar.
Norðurlönd - Afl til friðar er yfirskrift formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem hófst um áramótin. Hún er hinn opinberi samstarfsvettvangur stjórnvalda á Norðurlöndum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda og Karen Ellemann framkvæmdastjóra ráðherranefndarinnar.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners