Spegillinn

Bætur til Erlu Bollasdóttur, samningar SA og Eflingar og óveður


Listen Later

Spegillinn 22. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt að sátt hafi náðst við Erlu Bolladóttur og greiða henni bætur vegna gæsluvarðhalds í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Erla segist loksins vera laus úr málinu. Andri Yrkill Valsson tók saman.
Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps hefur áhyggjur af að gengið sé of langt í tillögu umhverfisstofnunar um friðlýsingu vatnasviðs Skaftár vegna Búlandsvirkjunnar. Ásta Hlín Magnúsdóttir talaði við hann og Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur landeiganda í Skaftárhreppi.
Fimm konur voru handteknar í Kabúl í Afganistan í dag fyrir að taka þátt í mótmælum vegna banns talibana við að konur fái að læra í háskólum landsins. Róbert Jóhannsson sagði frá.
RÚV og Matvælastofnun voru sýknuð af skaðabótakröfu Brúneggja í dag. Eigendum Brúneggja var gert að greiða háan málskostnað beggja aðila, sem fá fordæmi eru fyrir. Oddur Þórðarson sagði frá.
Hamborgarhryggurinn er langvinsælastur á matborðum landsmanna á aðfangadagskvöld. Lambakjöt, annað en hangikjöt, kalkúnn, rjúpur og nautakjöt koma þar á eftir. Jólaverslunin gengur vel og ösin afar mikil en faraldurinn setti svip sinn á síðustu jól. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman og talaði við Alexander Þórsson verslunarstjóri Bónuss á Smáratorgi.
------------
Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi milli jóla og nýárs. SA hafnaði nýrri kröfugerð Eflingar í morgun og ítrekar að SGS samningurinn sé viðmiðið en það getur Efling ekki fallist á.
Það er brostið á með óveðri í vesturhluta Bandaríkjanna. Aðstæður eru sagðar geta orðið lífshættulegar, einkum í mið- og austurríkjunum, þar sem vindkælingin getur farið niður í fjörutíu stiga frost og jafnvel sextíu á einstaka stöðum. Við slíkar aðstæður kelur fólk á innan við fimm mínútum. Veðrið gæti raskað ferðum milljóna manna. Ásgeir Tómasson sagði frá. Rætt við Veronicu Wyman flugfarþega, og eiganda byggingarvöruverslunar í Portland í Oregon.
Á hverjum sólarhring leita tugir fólks skjóls í neyðarskýlum í Reykjavík, ekki síst nú þegar veturinn er brostinn á af fullum þunga. Í síðustu úttekt Reykjavíkurborgar á fjölda heimilislausra, sem gerð var í október í fyrra, voru 87 konur heimilislausar og 214 karlmenn. Í sumar jókst aðsókn í gistiskýlin til muna svo ætla má að þessar tölur séu hærri núna. Bjarni Rúnarsson talaði við Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarfulltrúa (S) sem situr í velferðarráði.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners