Spegillinn

Fjölmiðlafrelsi í Katar, Skriðuföll og Mjanmar.


Listen Later

Nancy Pelosi ætlar að hætta sem leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en sitja áfram á þingi. Tap Demókrata í þingkosningum og árás á eiginmann hennar eru taldar helstu ástæðurnar.
16 ára drengur var fjóra daga í einangrun vegna gruns um að hann væri viðriðinn kókaínsmygl sem faðir hans er grunaður um. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldið úr gildi þar sem gögn málsins renndu ekki stoðum undir þann grun lögreglunnar.
Hatursglæpir færast í aukana samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra. Talið er að slíkir glæpir séu fleiri en tilkynningar til lögreglu segja til um.
Það reynir á gestrisni Katara þegar augu fjölmiðla beinast að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst á sunnudag. Fjölmiðlamenn hafa nú þegar lent í útistöðum við yfirvöld í landinu.
Læknanemar sem læra erlendis eiga margir erfitt með að ná endum saman. Þeir bera sjálfir hitann og þungann af skólagjöldum.
---
Stærsti íþróttaviðburður heims er handan við hornið. Á sunnudag verður flautað til leiks á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Gestgjafarnir eru umdeildir. Mannréttindi og aðbúnaður fólks sem reisti gríðarstóra leikvanga hafa verið í brennidepli.
Og nú streyma lið og fylgdarlið til olíuríkisins og því fylgir fjölmiðlafólk alls staðar að úr veröldinni. Og þá verða árekstrar. Frelsi fjölmiðla í landinu er ekki mikið. Á lista Samtaka blaðamanna án landamæra yfir frelsi fjölmiðla situr Katar í sæti 110. Fjölmiðlafólki sem sækir landið heim þessa dagana er sniðinn stakkur eftir hentisemi yfirvalda í Katar, til að mynda var fréttamönnum TV2 í Danmörku meinað að mynda á ákveðnum stöðum og reynt að koma í veg fyrir beina útsendingu þeirra nema undir ströngu eftirliti. Við skulum heyra í Rasmus Tantholdt fréttamanni TV2 sem staddur er í Katar og hvernig öryggisverðir brugðust við þegar hann ætlaði að fara í beina útsendingu við hringtorg á víðavangi fyrr í vikunni. Bjarni Rúnarsson tók saman.
Í morgun féll aurskriða úr hlíðinni ofan við Grenivíkurveg, sunnan við Fagrabæ. Tveir bílar lentu í skriðunni og annar hreifst með niður fyrir veginn eins Ægir Jóhannsson lýsti í hádegisfréttum. Ægir var á leiðinni í vinnuna árla morguns þegar hann ók fram á skriðuna. Stórt sár er fyrir ofan veginn og mögulega hreyfing enn á vatnsósa hlíðinni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðing á Veðurstofunni.
Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf í dag hátt í sex þúsund föngum upp sakir, þar á meðal nokkrum útlendingum sem var vísað úr landi. Stjórnvöld í landinu hafa alþjóðasáttmála um mannréttindi að engu. Fjöldi fólks
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners