Ekki er meirihlutastuðningur á Alþingi við frumvarp ferðamálaráðherra, um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða aflýstar ferðir með inneignarnótu í stað peninga. Þetta segir ráðherrann sjálfur.
Grunsemdir um meiriháttar fjárdrátt í máli tveggja systra með heilabilun vöknuðu þegar þeim voru skipaðir lögráðamenn fyrir þremur árum.
Starfsemi Landspítala raskast minna í sumar en undanfarin sumur. Forstjóri spítalans segir að betur gangi að fá fólk til afleysinga nú en áður.
Hersýningu í París í tilefni þjóðhátíðardags Frakklands 14. júlí hefur verið aflýst vegna COVID-19. Sýningin hefur ekki fallið niður frá því í síðari heimsstyrjöldinni.
Vont kólesteról hefur aukist verulega í blóði íbúa í Asíu en lækkað í blóði Vesturlandabúa. Þetta sýna niðurstöður mjög umfangsmikillar rannsóknar. sem birt var í vísindatímaritinu Nature í dag. Mest hefur það lækkað í blóði Belga og Íslendinga.
Reiknistofu bankanna tókst að hrinda árás á tölvukerfi fyrirtækisins. Forstjórinn segir að árásinni hafi ekki verið beint sérstaklega gegn Reiknistofunni.