Heiðrún Finnsdóttir er gestur Heilsuvarpsins.
Heiðrún á ótrúlega sögu. Hún var 105 kg með vefjagigt, þunglyndi, liðagigt og kvíða og ákvað að snúa við blaðinu.
Hún var búin að prófa alla kúra þegar hún fór í Polefitness og þaðan lá leiðin í Crosfit og er með Level 1 Crossfit þjálfararéttindi.
Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og hún setti á fót hin geysivinsælu Allir geta eitthvað námskeiðin í Sporthúsinu þar sem allir eru velkomnir óháð getu og formi.
Heiðrún er ótrúlega hláturmild, með dásamlega nærveru og í alla staði hlý og yndisleg maneskja sem vill hjálpa öðrum sem standa í sömu sporum og hún var og miðla af sinni reynslu.
Við förum yfir söguna hennar og um víðan völl í þjálfun og mataræði.
@heidrunfinnsdottir
Heilsuvarpið er í boði NOW og Nettó
@nowiceland
@netto.is