Spegillinn

Hlýr vetur, sorpflokkun og upphefð snittubrauðsins


Listen Later

Rannsókn á máli tveggja manna sem grunaðir eru um að leggja á ráðin um hryðjuverk er lokið. Nú er í höndum saksóknara að ákveða hvort ákæra verði gefin út.
Á þriðja tug fangaklefa hafa staðið ónotaðir vegna rekstrarvanda Fangelsismálastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar áætlar að hægt verði að fullnýta fangelsin á næsta ári.
Mikið traust hefur ríkt milli oddvita stjórnarflokkanna frá fyrsta degi þar sem tekist hefur verið á um mörg krefjandi verkefni. Þetta segir forsætisráðherra sem útilokar ekki hrókeringar milli embætta.
Tækjabúnaður kínverska fyrirtækisins Huawei verður áfram notaður til innviðauppbyggingar á Íslandi þrátt fyrir bann Bandaríkjanna á vörur fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt stjórnvöld þrýstingi.
Veður er óvenjumilt þennan veturinn. Golfarar á Akureyri spókuðu sig á Jaðarsvelli í blíðunni í dag. Veðurfræðingur segir stefna í hlýjan vetur.
-------
Það er ekki margt sem bendir til þess að það sé 1. desember á morgun. Snjór hefur varla sést víðast hvar á landinu það sem af er vetri. Ef hann hefur fallið hefur hann horfið tiltölulega fljótt úr byggð hið minnsta. Hlýindin hafa verið mikil, og til að mynda var spáð að hiti færi yfir 13 stig á stöku stað norðanlands í morgun. Bjarni Rúnarsson ræddi við Theodór Frey Hervarsson um þetta óvenjulega tíðafar.
Breytingar á flokkun og endurvinnslu kalla á að allir taki þátt, segir Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur Sambands Íslenskra sveitarfélaga í umhverfis- og úrgangs málum og það á eftir að koma betur í ljós hvað áhrif kerfi sem tengir gjald og magn sorps hefur. Við höldum áfram umfjöllun um fjórflokkun sorps sem gengur í garð á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Flokka verður sundur lífrænan úrgang, pappír, plast og svo annað rusl. Þetta verða miklar og kerfisbundnar breytingar segir Eygerður og sveitarfélögin eru mislangt á veg komin að mæta þeim. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman.
Aðalfréttin á býsna mörgum frönskum fréttavefjum var í morgun um upphefð snittubrauðsins eða langbrauðsins sem í daglegu tali kallast baguette í Frakklandi og reyndar víðast hvar um hinn vestræna heim. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO hefur tilkynnt að brauðinu góða verði bætt á menningarminjaskrá stofnunarinnar. Með í kaupunum fylgir lífsstíllinn sem fylgir bagettunni, svo sem hvar hún er keypt, borin heim og borðuð.Það hlotnast sem sagt ekki öllum frönskum snittubrauðum sá heiður að komast á menningarminjaskrána. Þau sem eru framleidd í verksmiðjum og seld í stórmörkuðum eru forsmáð og útilokuð. Bakarísbrauðin
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners