Spegillinn

HM að hefjast, matarsóun og hungursneyð


Listen Later

Spegillinn 12. janúar 2023.
Náttúruverndarsinnar fagna því að framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar hafi verið fellt úr gildi. Sveitarstjóri í Skaftárhreppi segist vera vonsvikinn.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í þann mund að reima á sig skóna og klína harpixi í lófann. Fyrsti leikur liðsins á heimsmeistaramótinu er í kvöld gegn Portúgal.
Þrátt fyrir vitundarvakningu og áskoranir er ennþá einum þriðja af öllum mat sem er framleiddur í heiminum hent beint í ruslið. Gríðarlega stór rannsókn á matarsóun er farin af stað hér á landi og skal ná til allrar virðiskeðjunnar.
Nýliðið ár var það fimmta heitasta frá upphafi mælinga. Árið markaðist af fordæmalausum öfgum í veðurfari, sem verða bæði líklegri og hættulegri vegna loftslagsbreytinga, segir Alþjóða veðurfræðistofnunin.
Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppbyggingu hjúkrunarheimila.
-----
Um þriðjungur matar sem framleiddur er í heiminum, endar í ruslinu. Og það er ekkert smá magn. Á sama tíma glíma milljónir við hungursneyð. Matarsóun er hvað mest í ríkari löndum heims, til að mynda hér á landi. Mælingar á vegum Umhverfisstofnunar frá árinu 2019 benda til þess að hvert og eitt okkar hendi samtals um 90 kílóum af mat á hverju ári, þar af eru 20 kíló á mann það sem telst nýtanlegur matur. Lítið hefur breyst í þessum efnum þrátt fyrir áskoranir og vitundarvakningu um að gera betur. Bjarni Rúnarsson fjallar um matarsóun.
Matvælaöryggi versnar hratt í heiminum að mati sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þeir segja að sultur blasi við allt að milljarði jarðarbúa. Yfirmaður sjóðsins varaði við því í síðustu viku að framundan væru efnahagserfiðleikar í Bandaríkjunum, Kína og Evrópuríkjum á þessu ári. Þá stefndi í efnahagslægð hjá fjölda ríkja.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bætti um betur í dag þegar hann spáði því að greiðslufall blasti við fjölmörgum ríkjum í heiminum vegna hárra vaxta. Mark Flanagan, aðstoðarframkvæmdastjóri stefnumótunar- og endurskoðunardeildar AGS, skýrði frá þessari slæmu stöðu í viðtali við breska ríkisútvarpið. Flanagan er reyndar fyrrverandi yfirmaður sendinefndar stofnunarinnar hér á landi, þótt það komi málinu ekkert við. Ásgeir Tómasson segir frá.
Það er engin ein einföld lausn í öldrunarþjónustu, vandinn er flókinn og lausnirnar margar segir skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg. Þó hafi verið ljóst áratugum saman að bæta þyrfti verulega í uppb
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners