Spegillinn

Hvalveiðar, átök í ríkisstjórn og næringarráðleggingar


Listen Later

Fyrirvaralaust og ámælisvert, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um stöðvun hvalveiða út sumarið. Ríkið gæti verið bótaskylt standi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem segir spurningu hvort atvinnugrein þar sem ekki sé hægt að tryggja velferð dýra eigi sér framtíð. Óskiljanleg ákvörðun segir Árni Sverrisson, formaður skipstjórnarmanna.
Nú er rétti tíminn fyrir ríkið til að koma inn í húsnæðismarkaðinn að dómi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra sem kynnti í dag aukinn stuðning við íbúðabyggingu fyrir tekjulága og breytingar á hlutdeildarlánum.
Sonur Bandaríkjaforseta viðurkenndi í dag fyrir rétti að hafa svikið undan skatti og ólöglega eign á skotvopni. Dómari í réttarhöldum yfir fyrrverandi forseta boðar að þau hefjist síðsumars.
Skoðanir eru skiptar innan ríkisstjórnarinnar um ýmis mál, hvalveiðar og útlendingamálin bera nú hæst. Pólitík snýst um átök, segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra; stjórnarsamstarfið sé þó ekki hættu.
Fanney Lilja Harðardóttir sem setti flöskuskeyt á flot fyrir 14 árum segir gaman að skeytið hafi ratað í hendur stelpu sem er jafngömul og hún var sjálf þegar hún sendi það af stað. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman.
Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir að löngu fyrir leik hafi margir verið mættir og eftirvæntingin mikil ekki síst eftir því að sjá stjörnur Portúgals eins og Christiano Ronaldo.
-------------------
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun ákvörðun sína um að stöðva veiðar á á langreyði til 31. ágúst. Niðurstaða fagráðs um velferð dýra var að veiðiaðferðir samræmist ekki lögum. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar um hvalveiðar og styður ekki stöðvun þeirra. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness telur vegið fyrirvaralaust að afkomu félagsmanna sinna sem hafi í fyrra haft góðar tekjur í hvalnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS telur að meðalhófs hafi ekki verið gætt, ámælisvert að stöðva veiðar degi áður en þær áttu að hefjast á grundvelli álits fagráðsins þegar MAST hafi komist að þeirri niðurstöðu að veiðarnar brytu ekki í bága við lög.
Baunir, grænmeti og ávextir eiga að vera aðaluppistaðan í næringu landsmanna, samkvæmt nýjum Norrænum næringarráðleggingum sem kynntar voru í dag. Íslendingar ættu ekki að neyta meira en 350 gramma af rauðu kjöti á viku - en neyta nú um 560 gramma. Skera þyrf
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

6 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners