Spegillinn

Leiðtogafundur, Belarús, losunarheimildir, riða og SVEIT


Listen Later

Spegillinn 16. maí 2023
Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Leiðtogafundur Evrópuráðsins var settur í Hörpu fyrir nokkrum mínútum. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru að koma sér fyrir í Eldborg. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti er ekki þeirra á meðal. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Birtu Björnsdóttur fréttakonu sem stödd var í Hörpu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sögðust á sameiginlegum blaðamannafundi í dag hafa komist að samkomulagi um sérlausn fyrir Ísland vegna losunarheimilda í flugi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er ánægður með lausnina. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir tók saman.
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús, er sérstakur gestur á leiðtogafundinum. Tikanovskaya kveðst mjög þakklát fyrir boðið og segir Belarús eiga heima í Evrópuráðinu. Það hefur ekki verið mögulegt til þessa, því þar eru dauðarefsingar enn við lýði.
Bændur í Miðfirði eru ekki sammála um hvort, eða hvenær, þeir vilja senda fé af bænum Syðri-Urriðaá í sláturhús, að beiðni Matvælastofnunar. Héraðsdýralæknir segir mikilvægt að aflífa dýrin sem fyrst til þess að lágmarka smithættu. Ólöf Rún Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir við Daníel Haraldsson héraðsdýralækni.
SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, ætla að stefna Eflingu fyrir félagsdóm. Þau vilja að að samningur Eflingar við SA bindi ekki hendur veitingastaða þegar kemur að launagreiðslum. Rætt við Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóra SVEIT.
----
"Belarús hefur árum saman verið svartur blettur á Evrópu og útilokað frá aðild að Evrópuráðinu, vegna þess að þar er dauðarefsing enn við lýði," segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi belarúsku stjórnarandstöðunnar. Hún berst fyrir því að Belarús, sem til skamms tíma var nefnt Hvíta-Rússland hér á landi, verði lýðræðisríki og aðili að Evrópuráðinu. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Tikanovskayu.
Katrín Jakobsdóttir og Ursula von der Leyen funduðu í Höfða og ræddu losunarheimildir, Úkraínu og leiðtogafundinn. Ragnhildur Thorlacius tók saman það helsta sem von der Leyen hafði að segja á blaðamannafundi í framhaldinu.
Á Lidingö - hverfi rétt við miðborg Stokkhólms - er átta hæða íbúðarhús sem íbúarnir líta á sem rússneskt yfirráðasvæði. Eigandi húsanna er ósáttur og vill leigu fyrir húsið en rýma það ella. En það er ekki hlaupið að því. Kári Gylfaon segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners