Menningarwitinn hefur sett sér það markmið að sækja einn menningarviðburð á hverjum degi, og sýnir frá því á Instagram. En hvers vegna? Við förum á menningarviðburð með Hafliða Ingasyni, menningarvita.
Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, horfði á þætti sem hafa verið kallaðir norska útgáfan af Succession. Fjölskyldudrama, milljarðarmæringar og laxeldi. Þættirnir heita Eyja milljarðamæringanna, og eru á Netflix.
Ný mynd Loran Batti var sýnd á RIFF um helgina, G - 21 sena frá Gottsunda. Við hittum Loran, sem ólst upp í fjölmenningarlega hverfinu Gottsunda, í Uppsala, og á vini sem leiddust út í glæpi. Myndin fjallar um hverfið, sem honum þykir svo vænt um, en er líka orðið að uppsprettu kvíða.