Alþjóðlega söngvakeppnin Intervision fór fram um helgina og bar framlag Víetnama sigur úr bítum. Keppnin er andsvar Rússlands við Eurovision, keppni sem á að vera ópólitísk og hampa hefðbundnum fjölskyldugildum. Við kynnum okkur keppnina.
Við spjöllum um stórtónleika Birnis í Laugardalshöllinni þar sem hljóð, mynd og ljós fóru fullkomlega saman í mögnuðu sjónarspil.
Í dag hefst ný pistlaröð sem nefnist „Ekki slá í gegn.“ Atli Bollason setur spurningamerki við þrá nútímamannsins eftir viðurkenningu og ríkidæmi, hann veltir því fyrir sér hvernig áhersla á frama hefur áhrif á líðan okkar og sjálfsvirðingu, hann pælir í tilgangi sköpunarinnar, tilburðum markaðarins til að fletja allt út, og hvers vegna vinsældir og gæði fari svo sjaldan saman.