Leikárið er hafið - Lestin þáði boð á kynningarfund í Borgarleikhúsinu í hádeginu, hætti sér út úr húsi í óveðri og gerði tilraun til að rýna í áherslurnar í dagskránni. Við smökkum snittur og fáum meðmæli starfsfólks, hópsins sem er eflaust hvað duglegastur við að sækja leiksýningar, fólksins á gólfinu
Davíð Roach Gunnarsson fór á reif í útjaðri Reykjavíkur í júlíbyrjun, Danstónlistarviðburðurinn Buxur var haldinn í gömlu iðnaðarhúsnæði í Gufunesi, en þetta er í annað skipti sem reifið er haldið þar. Við heyrum lýsingu Davíðs á partýinu sem er að hans mati einhver merkilegasti tónlistarviðburður ársins hér á landi.
Váboði, áfallaviðvörun, hætta á hugarvíli, kveikjumerking. Allt þetta hefur verið notað sem íslenskar þýðingar yfir enska hugtakið Trigger Warning. Slíkar viðvaranir eru orðnar útbreiddar í menningarlandslaginu jafnt á streymisveitum sem og í leikhúsum og kennsluskrám háskólakúrsa. En hversu gagnlegar eru slíkar viðvaranir? Við skoðum nýlegar rannsóknir á gagnsemi - eða öllu heldur gagnleysi - slíkra váboða.