Tveggja milljarða samningur Reykjalundar við Sjúkratryggingar Íslands gæti verið í uppnámi. Allir læknar á Reykjalundi, að þremur undanskildum, hafa sagt upp störfum.
Félagsmálaráðherra segir að ávallt verði að hafa hagsmuni barns í fyrirrúmi þegar því er valið fósturforeldri. Meta þurfi hverju sinni hvort mikið hreyfihamlað fólk sé fært um að taka að sér barn.
Bretar gengu ekki út úr Evrópusambandinu í dag líkt og til stóð. Þess í stað ganga þeir til þingkosninga þann tólfta desember.
Farið verður í mikla vinnu til að koma Íslandi af lista yfir ríki með ónógar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta segir ráðuneytisstjóri.
Um áttatíu starfsmenn ráðgjafafyrirtækisins KPMG hafa veikst af magapest undanfarna daga og hafa veikindin verið tilkynnt til embættis sóttvarnalæknis.
Hæstaréttarlögmaður segir ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um miskabætur. Bætur vegna kynferðisbrota séu yfirleitt hærri en bætur vegna ólögmætra uppsagna.
Þegar Norðurlandabúar hittast gera menn að einhverju marki ráð fyrir því að Svíar, Danir og Norðmenn skilji tungumál hverjir annarra. Sá skilningur er þó oft takmarkaður, hvað þá Íslendinganna. Danskur málfræðingur telur að tryggja megi skilning með orðalista.
Það er skemmtilegt að hræða fólk. Þetta segir Torfi Sveinn Ásgeirsson, sem hræddi líftóruna úr félögum sínum í félagsmiðstöðinni Þrótheimum í Laugardal.