Spegillinn

Orkuskortur og öryggismál í Evrópu


Listen Later

Spegillinn: 6. október 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að orkureikningar séu að sliga heimili og fyrirtæki í Evrópu. Orkuskortur og óvissa í öryggismálum voru til umræðu á nýstofnuðum vettvangi þjóðarleiðtoga álfunnar í dag. Bjarni Rúnarsson tók saman.
Tveir menn sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun. Þeir hafa verið í einangrun frá handtöku 21. september og verjendur þeirra hafa kært úrskurðinn til Landsréttar
Möguleg verkfallsboðun verður rædd á formannafundi Sjómannasambandsins í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta desember verða þrjú ár liðin frá því að kjarasamningur sjómanna rann út. Arnar Björnsson sagði frá.
Mennta- og barnamálaráðherra segir of langan tíma hafa tekið að bregðast við röddum þolenda. Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir að gera megi betur en að hlustað sé á raddir framhaldsskólanema sem þrýsta á stjórnvöld og skólastjórnendur að taka á ásökunum um kynferðisofbeldi af meiri þunga. Sólveig Klara Ragnarsdóttir tók saman. Heyrist líka í Urði Bartelsdóttur af samstöðufundi nemenda.
Tveir eru sárir eftir skotárás í sænsku borginni Södertälje. Þetta er fimmta skotárásin þar á tveimur vikum.
Spariútgáfa bleiku slaufunnar til styrktar Krabbameinsfélaginu seldist upp í dag. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir talaði við Árna Reyni Alfreðsson, forstöðumann markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu.
-------
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að framundan séu erfiðir tímar í orkumálum í Evrópu. Ísland njóti forréttinda af því að vera auðugt af orkuauðlindum. Björn Malmquist talaði við hana.
Ólíkt hafast þeir að, fjármálaráðherrarnir í Noregi og Bretlandi, nú þegar almúganum er boðið upp á ný kreppufjárlög. Fólk í báðum löndum býr við vaxandi verðbólgu, vaxtahækkanir og óbærilega rafmagnsreikninga. Gísli Kristjánsson skýrir hvernig þessu víkur við.
Björgunarsveitir í borginni Zaporizhzhia í Úkraínu hafa í dag leitað að fólki á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem urðu fyrir flugskeytaárás síðla nætur og í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásinni. Ásgeir Tómasson tók saman. Oleksandr Starukh, ríkisstjóri Úkraínustjórnar í Zaporizhzhia, Stéphane Dujarric talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Laura Rockwood, kjarnorkusérfræðingur .
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners