Spegillinn

Ríkissjóður, hamfarir, málefni barna, sorphirða og ferðaþjónusta


Listen Later

Spegillinn 10.08. 2023
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Yfir fjögur þúsund manns hafa verið flutt brott frá flóðasvæðunum í Noregi. Miklar rýmingar standa yfir í bænum Hönefoss þar sem yfirborð árinnar Storelva hækkar hratt. Rætt er við Huldu Björk Jóhannsdóttur kennara í Hönefoss
Havaí-eyjar hafa verið lýstar hamfarasvæði eftir að miklir gróðureldar blossuðu þar upp í gær. Tugir eru látnir og margra er saknað.
Fjármálaráðherra segir að á komandi vetri eigi eftir að reyna á framlengingu kjarasamninga og á samtal við vinnumarkaðinn um hversu mikið menn eru tilbúnir að leggja á sig til að halda aftur af verðbólgunni. Rætt við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra.
Viðbragðstími lögreglu á Norðurlandi vestra styttist verulega með tilkomu fyrstu mönnuðu lögreglustöðvarinnar á Hvammstanga. Rætt við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings.
Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra. Rætt við Salvöru Nordal.
Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu hefur tafist og óánægja ríkir meðal íbúa. Deildarstjóri sorphirðu segir tafirnar vera vegna sumarleyfa og búnaðar sem ekki henti nýju flokkunarkerfi. Rætt við Atla Ómarsson, deildarstjóra sorphirðu hjá Reykjavíkurborg.
-------
Að minnsta kosti 36 íbúar bæjarins Lahaina á eyjunni Maui á Havaíeyjum eru látnir vegna mikilla gróðurelda. Þeir kviknuðu á þriðjudag, en efldust til muna í gær vegna hvassviðris af völdum fellibylsins Dóru sem myndaðist á Kyrrahafi um mánaðamótin. Ásgeir Tómasson tók saman.
Sterkar vísbendingar eru um að staða barna með taugaþroskaraskanir sé víða alvarleg í íslenskum grunnskólum og dæmi um að skólarnir vísi börnum frá eða sinni ekki menntun þeirra sem skyldi. Þetta er á meðal þess sem tilraunaverkefni um réttindagæslu barna hefur leitt í ljós. Ævar Örn Jósepsson ræddi þetta og ráðstefnu um loftslagsréttlæti og réttindi barna við Salvöru Nordal, umboðsmann barna,
Í vetur er stefnt að beinu millilandaflugi til Akureyrar og í sumar hefur verið flogið til Sviss og Hollands frá Akureyri. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir þetta og þolmörk og dreifingu ferðamennskunnar við Kristján Sigurjónsson, ritstjóra Túrista, og Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessor í ferðamálafræði.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners