Spegillinn 10.okt 2022
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Skotmörk í hefndarárásum Rússa á Úkraínu í dag voru mikilvægir innviðir og fjölfarnir staðir á háannatíma. Minnst ellefu fórust og um hundrað særðust.
Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna mögulegs jökulhlaups úr Grímsvötnum Þar sem vatnsstaða í Grímsvötnum er lág er ekki búist við stóru hlaupi og mannvirki eru ekki talin í hættu.
Mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknar lögreglu ræddu sín á milli um morð á verkalýðsleiðtogum, meðal annars Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar. Hún segir ömurlegt að upplifa slíkt.
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það vekja spurningar um fagmennsku að starfsmenn Bankasýslunnar hafi þegið veitingar og tækifærisgjafir frá Íslandsbanka og fleirum við sölu á hlut ríkisins í bankanum.
Dómsmálaráðherra telur að laga þurfi vankanta í útlendingalögum með því að ganga lengra en hefur verið gert. Hann ætlar að gera ríkisstjórninni grein fyrir tillögum þess efnis.
Lengri umfjöllun:
Það mátti glögglega skynja spennu hjá þeim 300 fulltrúum verkalýðsfélaga sem mættir voru á 45. þing Alþýðusambands Íslands í Reykjavík í morgun. Þing sambandsins stendur yfir í þrjá daga og verður ný forysta ASÍ kjörin á miðvikudag. En hver eru brýnustu verkefni verkalýðshreyfingarinnar á næstu vikum? Óttast hinn almenni félagsmaður átök og sundrung innan hreyfingarinnar? Kristján Sigurjónsson ræddi við nokkra þingfulltrúa fyrir þingsetningu í morgun, þar á meðal Hörð Guðbrandsson hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Halldóru Sigríði Sveinsdóttur formann Bárunnar á Suðurlandi.
Hitabylgjur verða svo ofsafengnar á næstu áratugum í nokkrum heimshlutum að þeir verða óbyggilegir fólki. Grípa verður til enn harðari aðgerða en hingað til ef koma á í veg fyrir enn frekari hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) og Alþjóðaráð Rauða krossins (IFRC) birtu í dag sameiginlega skýrslu um ástand og horfur í loftslagsmálum í aðdraganda Loftslagsráðstefnu SÞ. Ásgeir Tómasson tók saman.
Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og ekki eru öll störf lögð að jöfnu. Lög um að allir skuli fá sömu laun fyrir sömu vinnu hafa verið í gildi í meira en sextíu ár á Íslandi en þrátt fyrir það er enn launamunur milli kynja. Viðkvæðið um að ekki megi bera saman epli og appelsínur dugir ekki til að fanga allt sem felst í launa- og tekjumun að mati Heiðar Margrétar Björnsdóttur hagfræðings BSRB, sem fór fyrir starfshóp um endurmat