Spegillinn

Spegillinn 15.nóvember 2022


Listen Later

Spegillinn 15.nóvember 2022
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Íslandsbankaskýrslan staðfestir að margt hafi farið úrskeiðis í sölunni segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Umræður um skýrsluna hafa staðið yfir í allan dag á Alþingi.
Rússar gerðu í dag einhverjar mestu loftárásir á Úkraínu frá því innrásin hófst. Sprengjur féllu á íbúðahverfi í höfuðborginni og rafveitur víða í landinu.
Íslendingar hafa ekki sjálfstæða getu til að meta ógnir og varnarþörf, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Jarðarbúar eru orðnir átta milljarðar. Stöðugt dregur úr fæðingartíðninni en fólk lifir sífellt lengur en áður.
Byggingakrani féll á þak Akraneshallarinnar í dag. Börn voru við íþróttaæfingar í húsinu en engan sakaði.
Mikil úrkoma hefur verið á austanverðu landinu í dag. Úrkoman á Eskifirði mældist 93 millimetrar síðasta sólarhring og spáð er rigningu þar til morguns.
EFTA-dómstóllinn tekur á næstunni afstöðu til þess hvort lánaskilmálar Landsbankans teljist löglegir. Niðurstaðan gæti haft fordæmi fyrir tugþúsundir lána.
Lengri umfjöllun:
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna var tilefni sérstakrar umræðu á Alþingi í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fór í upphafi yfir skýrsluna og Bjarni Benediktsson brást við í andsvari. Það heyrist í þeim og þingmönnunum Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Sigmari Guðmundssyni, Kristrúnu Frostadóttur og Sigmundi Davíð Gunnlaugsyni. Bjarni Rúnarsson tók saman.
Nærri níu mánuðir eru nú liðnir frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Margir héldu að Rússar myndu fljótlega ná öllum völdum vegna hernaðarlegra yfirburða, en reyndin hefur orðið önnur. Mótspyrna Úkraínumanna hefur verið miklu öflugri en flestir gerðu ráð fyrir og í ljós hefur komið að rússneski herinn glímir við mikinn innri vanda, spillingu, agaleysi og úrsérgengin vopn. Kristján Sigurjónsson ræddi við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra í Moskvu og sérfræðing í öryggismálum.
Áttundi milljarðasti jarðarbúinn kom að líkindum í heiminn í dag. Útlit er fyrir að það dragi úr fjölguninni á næstu áratugum. Eftir að sá tíundi milljarðasti fæðist einhvern tíma á níunda áratug aldarinnar má reikna með að jarðarbúum taki að fækka. Ásgeir Tómasson segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners