Spegillinn

Spegillinn 18. október 2022


Listen Later

Spegillinn 18. október 2022
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaðuur: Markús Hjaltason
Fjórtán hundruð milljarða króna ávinningur getur orðið af því að ljúka þriðju orkuskiptum fram til ársins tvö þúsund og sextíu
Ráðlagt er að veiða 26 þúsund rjúpur á nýju veiðitímabili, sem umhverfisráðherra staðfesti í dag.
Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins vill losna við Liz Truss úr embætti forsætisráðherra
Landgræðslan og Skógræktin sameinast brátt undir nýjum formerkjum. Sameining stofnananna hefur oft komið til tals síðustu fimmtán ár, en flókið hefur reynst að samræma markmið þeirra.
Hekla hikstaði aðeins snemma í morgun. Þá mældust fimm litlir jarðskjálftar. Enginn gosórói mældist.
Írönsk keppniskona í klifri segist óvart hafa keppt án höfuðslæðu í úrslitum móts í Suður-Kóreu í gær. Hún segist heil á húfi í færslu á Instagram en hún hefur ekki sést frá því keppninni lauk.
Lengri umfjöllun:
Meirihluti þingmanna breska Íhaldsflokksins vill losna við Liz Truss úr embætti forsætisráðherra. Skiptar skoðanir eru meðal hópsins um arftaka hennar, en flestum líst best á Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra. Spurning dagsins og undanfarinna daga er hvenær hrekst Liz Truss úr embætti? Fréttaskýrendur keppast við að lýsa því yfir að allt traust á henni sé horfið og án þess sé henni ekki lengur sætt. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Yfirleitt reyna ríkisstjórnir að halda ágreiningi inni á stjórnarheimilinu en ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar er greinilegur í umræðum um móttöku flóttamanna og hælisleitenda, segir Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir erfitt að ráða í framhaldið, það ráðist af afdrifum frumvarps dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum sem þó sé ólíklegt að fari óbreytt í gegn. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Evu H Önnudóttur.
Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hefst eftir rúman mánuð í Katar. Tólf ár eru síðan framkvæmdanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins - FIFA - tilkynnti að heimsmeistaramót karla árið 2022 yrði í Katar og það hefur mikið gengið á síðan. Fyrir það fyrsta vöknuðu strax grunsemdir um að fé hefði verið borið á einhverja af þeim tuttugu og tveimur sem sátu í framkvæmdanefndinni og greiddu atkvæði um hvar halda ætti mótið. Keppinautar Katar voru Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin. Kristján Sigurjónsson rekur söguna.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners