Spegillinn 23.maí 2022
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Þingmenn stjórnarandstöðunnar óska eftir að reglum verði breytt svo ekki þurfi að vísa tæplega 300 flóttamönnum úr landi. Brottvísanirnar voru ræddar á þingfundi í dag.
Heilbrigðisyfirvöld í Evrópu vara við að apabóla geti orðið landlæg í álfunni. Að minnsta kosti 85 tilfelli hafa greinst í ríkjum Evrópusambandsins síðustu átta daga. Þau eru innan við tvö hundruð á heimsvísu.
Sóttvarnalæknir telur nokkuð ljóst að sjúkdómurinn berist hingað til lands. Hann hvetur fólk til að vera ekki í nánu samneyti við ókunnuga.
Aðfangaverð vegna framkvæmda við nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík hefur hækkað síðustu mánuði. Búið er að steypa upp um fimmtung spítalans.
Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi gerir það að verkum að allt laxeldi hefur nú verið stöðvað tímabundið í Reyðarfirði.
Lengri umfjöllun:
Rúm vika er liðin síðan úrslit urðu kunn í borgastjórnarkosningunum í Reykjavík. Meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinsrti Grænna féll. Misst tvo menn. Sjálfstæðisflokkur, sem er í minnihluta er stærsti flokkur borgarinnar, en taðaði tapaði engu að síður tveimur borgarfulltrúum. Framsóknarflokkurinn undir forystu Einars Þorsteinssonar vann hins vegar góðan sigur og fjóra borgarfulltrúa. Það er því litið til hans að mynda meirihæuta annað hvort til hægri og vinstri. Samfylking, Píratar og Viðreisn hafa myndað blokk með 9 borgarfulltrúum og vilja mynda meirihluta með Framsókn. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík ætlar að halda fund á eftir klukkan sjö þars sem rætt verður um framhaldið. Mara Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður talaði við Einar Þorsteinsson í hádegisfréttum. Eva Marin Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir óvenjulegt að svo langur tími líði frá kosningum í borginni þar til formlegar viðræður um meirihlutamyndun hefjist. Kristján Sigurjónsson talar við Evu Marin.
Auðugasti hluti Svía - oft kallaður eina prósentið - á stærri hluta af heildarauði landsmanna en eina prósentið í Bandaríkjunum. Rúmlega fimm hundruð ríkustu Svíarnir eiga jafn mikið og áttatíu prósent landsmanna. Þótt fátækt í Svíþjóð sé með því minnsta sem þekkist, er að sumu leyti mikil og vaxandi efnahagsleg misskipting í Svíþjóð. Kári Gylfason segir frá.
Það er óhætt að segja að íslenskur smásölumarkaður hafi titrað fyrir sjö til átta árum þegar fréttist að alþjóðlega verslunarkeðjan Costco, sem upprunin er í Bandaríkjunum, hygðist opna stórverslun hér á landi. Og almenningur beið spenntur. Eftir no