Spegillinn

Spegillinn 28. nóvember 2023


Listen Later

Spegillinn 28. nóvember 2023
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Fjármálaráðherra boðar aukin fjárframlög til heilbrigðis- og löggæslumála í breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem var lögð fram í dag. Heildarútgjöld ríkisins aukast um fimmtíu milljarða.
Stjórnvöld í Úkraínu segja linnulausar árásir Rússa á orkuinnviði vera þjóðarmorð. Í höfuðborginni Kiev er hitinn um frostmark á nóttunni og húshitun víða mjög skert. Íslendingur í borginni segir ástandið þó þolanlegt þar sem lygnt er í veðri.
Formaður Eflingar segir að kjaraviðræður við atvinnurekendur gangi hægt. Hún segir að sú stund nálgist að viðræðum við Samtök atvinnulífsins verði vísað til ríkissáttasemjara.
Kínversk lögregla hefur yfirheyrt mótmælendur í dag og krafist upplýsinga um ferðir þeirra.
Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiði sem sýndi hnífaárásina á næturklúbbnum Bankastræti Club.
Brasilía tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum HM karla í fótbolta með 1-0 sigri á Svisslendingum
Lengri umfjöllun:
Harður vetur í kjarasamningum var margboðaður. Lífskjarasamningarnir sem gerðir voru 2019 og giltu fyrir bróðurpart almenna vinnumarkaðarins runnu út um mánaðamótin eins og alltaf var vitað og við tók samningagerð. Mikil spenna er á vinnumarkaði en við tilkynningu um 10. stýrivaxtahækkunina í röð um miðja síðustu viku má segja að brostið hafi á með hvelli og staðan er ef eitthvað er erfiðari en Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík spáði þegar hún tók saman skýrslu í vor um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Katrínu.
Reglur og lög um nýtt flokkunarkerfi sorps taka gildi um áramótin . Stóra breytingin fyrir almenning er sú að nú verður að flokka lífrænan úrgang eins og matarúrgang sér - hann má ekki vera með öðrum blönduðum úrgangi - og þennan lífræna úrgang má ekki setja í plastpoka, heldur sérstaka pappírspoka. Þessari reglu hefur reyndar verið fylgt um árabil hjá mörgum sveitarfélögum víða um land, en ekki á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi flokkunarreglur eru í gildi. Nú stendur til að samræma þessar reglur í áföngum á næsta ári. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.
Kristján Sigurjónsson talar við hann.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners