Spegillinn

Sprengingar, njósnarar og fljúgandi furðuhlutir


Listen Later

Ríkissáttasemjari er tilbúinn að víkja í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Efling þyrfti ekki að skila kjörskrá vegna miðlunartillögu hans. Áfellisdómur, að mati formanns Eflingar.
Allir vegir til og frá Tálknafirði eru lokaðir vegna vatnavaxta og Snæfellsnesvegur er við það að rofna.
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að sprenging varð í metanbíl á bensínstöð í Álfheimum í Reykjavík síðdegis. Hvellur frá sprengingunni heyrðist víða.
Netþrjótar stálu milljónum króna af íslenskum bankareikningum um helgina. Líklegt er að útlendir glæpamenn fái hjálp frá Íslendingum, segir framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja.
-----
Landsréttur snéri í dag við úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að Efling skuli afhenda Ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Það þýðir að ekki er hægt að leggja miðlunartillögu Ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna Eflingar. Landsréttur segir að ríkissáttasemjara sé ótvírætt heimilt að eiga frumkvæði að því að efna til atkvæðagreiðslu. Hvergi verði hins vegar séð í lögum að aðila í vinnudeilu (í þessu tilfelli Eflingu) sé skylt að afhenda honum kjörskrá sína áður en til atkvæðagreiðslu kemur eða veita honum aðgang að henni.
Efling og ríkissáttasemjari gerði með sér samkomulag í síðustu viku um að una niðurstöðu Landsréttar. Í yfirlýsingu sem Efling sendi fjölmiðlum er þess krafist að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segi sig samstundis frá deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.Sólveig Anna Jónsdóttir fagnar þessari niðurstöðu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada virðast enn litlu nær um þrjá óþekkta hluti sem hafa sést á flugi yfir Norður-Ameríku síðustu daga. Allir hafa þeir verið skotnir niður, en leit að tveimur þeirra hefur enn ekki borið árangur, eftir því sem næst verður komist. Raunar má segja að kínverskur loftbelgur hafi þjófstartað málinu. Hans varð fyrst vart yfir Aleútaeyjum 28. janúar. Þremur sólarhringum síðar sveif hann inn á meginlandið. Nokkrum dögum síðar var hann skotinn niður undan ströndum Suður-Karólínu. Að sögn Kínverja var þetta veðurloftbelgur sem hafði villst af leið. Bandaríkjamenn segja ekkert hæft í því. Niður úr belgnum hafi hangið búnaður sem hafi verið ætlað að afla leynilegra upplýsinga. Vegna þessa ákvað Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að fresta heimsókn sinni til Kína um óákveðinn tíma. Málinu er engan veginn lokið, þar sem Kínverjar segja að Bandaríkjamenn hafi sent njósnabelgi inn yfi
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners