Vopnahléið sem samið var um 8. október á Gaza hangir nánast á bláþræði - líkt og reyndar framtíð Benjamín Netanjahús á forsætisráðherrastólnum í Ísrael. Bindur vopnahléið og lausn ísraelsku gíslanna í síðustu viku enda á stjórnmálaferil Netanjahús eða styrkir hann. Jón Björgvinsson hefur undanfarnar vikur verið í Ísrael og rætt við stjórnmálamenn og almenning um hvað taki við í stjórn landsins.
Fimmtíu ár, hálf öld er síðan konur á Íslandi tóku sér kvennafrí og fylltu miðbæ Reykjavíkur á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Á föstudaginn er aftur boðað kvennaverkfall til að mæta bakslagi í jafnréttisbaráttunni.