Á miðvikudaginn í þessari viku, þann 9. júlí, voru 80 ár liðin frá komu farþegaskipsins Esju hingað til lands, fyrstu ferð skipsins hingað með farþega eftir síðari heimsstyrjöld. 300 manns voru um borð í skipinu og sjaldan hafa fleiri beðið á hafnarbakkanum eftir komu eins skips eins og 9.júlí árið 1945.
Þarna voru fjölmargir um borð og sögurnar því fjölmargar. Jóhann Svarfdælingur sneri þarna heim eftir starfsferil í sirkusum víða um Evrópu, rúmir tveir metrar og þrjátíu sentimetrar á hæð. Svo var líka um borð líkið af Guðmundi Kamban rithöfundi sem var skotinn til bana af dönskum andspyrnusveitum tveimur mánuðum fyrr. Og tónskáldið Jón Leifs sem svelti sig í sólarhing um borð í skipinu í mótmælaskyni svo fáir einir séu nefndir.
Þá eru ótaldir þeir sem komust ekki á áfangastað. Fimm manns voru handteknir og fluttir frá borði af Bretum sem voru á höttunum eftir öllum sem höfðu veitt Nasistum liðveislu með einum eða öðrum hætti. Birta og Brynja Björnsdætur fjalla um Esjuferðina.