Spegillinn

Viðbrögð við stýrivaxtahækkun, leigumarkaður og EES samningurinn


Listen Later

Spegillinn 24. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Sturlun - segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins um þrettándu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð í 8,75%. Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telur afleit áhrif hækkunarinnar komi jafnvel ekki fram fyrr en eftir nokkur ár.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að neyðarástand ríki í efnahagsmálum og ríkisstjórnin þurfi að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans með tafarlausum aðgerðum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Kristrún Frostadóttir, (S), Sigmar Guðmundsson (V), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F).
Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings. Hún er ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana á geðdeild Landspítala við Hringbraut í ágúst fyrir tveimur árum. Hún neitar sök. Birgir Þór Harðarson sagði frá.
Rúmlega tvö þúsund hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, fleiri en á sama tíma í fyrra sem var metár. Engar vísbendingar eru um heilu flugvélarnar af umsækjendum um vernd. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Heyrist í Bergþóri Ólasyni (M) af þingi.
Grænlendingar eru ósáttir við að rannsókn sé ekki enn hafin á svokallaðri lykkjuherferð Dana á Grænlandi. Átta mánuðir eru síðan Danir lofuðu að skipa nefnd um málið. Róbert Jóhannsson sagði frá. Muté B. Egede formaður landsstjórnarinnar segir aðgerðaleysið til skaða.
-----------
Um þrjú þúsund eru á biðlista eftir leiguíbúð hjá Bjargi sem hefur á fimm árum byggt um þúsund íbúðir. Sérfræðingur hjá ASÍ bendir líka á að í mörg þúsund íbúðir í Reykjavík séu í skammtímaleigu og að sveitarfélög ættu að geta haft meiri áhrif á hvernig húsnæði sé ráðstafað.
Staðan á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er góð og það er mikill vilji til að framkvæmd hans gangi sem best, segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem sat í dag fund ráðherraráðs EES ríkjanna með fulltrúum Evrópusambandsins, í Brussel. Björn Malmquist ræddi við hana í Brussel.
Frönskum flugfélögum er nú bannað að bjóða upp á áætlunarferðir til staða sem hægt er að komast til með járnbrautarlestum á skemmri tíma en tveimur og hálfri klukkustund. Þetta er liður í áætlun franskra stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ásgeir Tómasson sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners