Spegillinn

Viðbrögð við stýrivaxtahækkun, leigumarkaður og EES samningurinn


Listen Later

Spegillinn 24. maí 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Sturlun - segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins um þrettándu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð í 8,75%. Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telur afleit áhrif hækkunarinnar komi jafnvel ekki fram fyrr en eftir nokkur ár.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að neyðarástand ríki í efnahagsmálum og ríkisstjórnin þurfi að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans með tafarlausum aðgerðum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Kristrún Frostadóttir, (S), Sigmar Guðmundsson (V), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F).
Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings. Hún er ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana á geðdeild Landspítala við Hringbraut í ágúst fyrir tveimur árum. Hún neitar sök. Birgir Þór Harðarson sagði frá.
Rúmlega tvö þúsund hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum, fleiri en á sama tíma í fyrra sem var metár. Engar vísbendingar eru um heilu flugvélarnar af umsækjendum um vernd. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Heyrist í Bergþóri Ólasyni (M) af þingi.
Grænlendingar eru ósáttir við að rannsókn sé ekki enn hafin á svokallaðri lykkjuherferð Dana á Grænlandi. Átta mánuðir eru síðan Danir lofuðu að skipa nefnd um málið. Róbert Jóhannsson sagði frá. Muté B. Egede formaður landsstjórnarinnar segir aðgerðaleysið til skaða.
-----------
Um þrjú þúsund eru á biðlista eftir leiguíbúð hjá Bjargi sem hefur á fimm árum byggt um þúsund íbúðir. Sérfræðingur hjá ASÍ bendir líka á að í mörg þúsund íbúðir í Reykjavík séu í skammtímaleigu og að sveitarfélög ættu að geta haft meiri áhrif á hvernig húsnæði sé ráðstafað.
Staðan á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er góð og það er mikill vilji til að framkvæmd hans gangi sem best, segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra, sem sat í dag fund ráðherraráðs EES ríkjanna með fulltrúum Evrópusambandsins, í Brussel. Björn Malmquist ræddi við hana í Brussel.
Frönskum flugfélögum er nú bannað að bjóða upp á áætlunarferðir til staða sem hægt er að komast til með járnbrautarlestum á skemmri tíma en tveimur og hálfri klukkustund. Þetta er liður í áætlun franskra stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ásgeir Tómasson sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

21 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners