Undir lok þáttar í dag verður rætt við Höllu Mjöll Hallgrímsdóttur um endurminningar föður hennar úr spænska borgarastríðinu, en Hallgrímur Hallgrímsson var einn nokkurra Íslendinga sem barðist með spænska lýðveldishernum gegnum fasistum í stríðinu. Endurminningabók hans, Undir fána lýðveldisins, hefur nú verið endurútgefin í fyrsta skipti eftir tæp 80 ár.
Við heimsækjum líka Norræna húsið og kynnum hlustendur fyrir nýjum forstjóra þar á bæ, Sabinu Westerholm, sem tók við starfi sínu í upphafi árs.
Ríkarharður H. Friðriksson tónskáld og raftónlistarmaður velur uppáhalds listaverk sitt fyrir hlustendur og María Kristjánsdóttir segir skoðun sína á uppsetningu Þjóðleikhússins á Jónsmessunæturdraumi eftir William Shakespeare í leikstjórn Hilmars Jónssonar.
Hlustendur fá líka að heyra hér á eftir hver fær Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, að þessu sinni