Valgerður Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar Íslands, verður tekin tali um hvernig það gangi að koma tónsmíðum íslenskra tónskálda á framfæri við umheiminn.
Anna María Bogadóttir, arkitekt, heimsækir þáttinn og segir frá uppáhalds listaverkinu sínu. Úr verður reyndar trílógía verka, tvær byggingar í tveimur heimsálfum og myndlistarverkefni um arflefð heimsþekkts arkitekts.
Gauti Kristmannsson flytur pistil um Berthold Brecht að því tilefni að nú eru þýskir kvikmyndadagar í Reykjavík.
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur krafsar í fortíðina í sínum pistli. Umfjöllunarefni dagsins er heldur betur spennandi: sjóræningar!
Í Víðsjá veltum við líka fyrir okkur samfélagsmiðlum framtíðarinnar. Rætt verður við Magnús Sigurbjörnsson, sem stýrir deild stafrænna miðla og greiningar hjá Tjarnargötunni, um samfélagsmiðla árið 2042.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.