Í Víðsjá í dag veltum við fyrir okkur eldfimu sambandi auðmagns og menningarstofnana, en að undanförnu hafa listasöfn verið gagnrýnd fyrir að þiggja háar fjárhæðir frá eigendum eins umdeildasta lyfjafyrirtækis heims, Sackler-fjölskyldunni. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði, heimsækir þáttinn og ræðir tengsl peninga og listar.
Tyrfingur Tyrfingsson, leikskáld, flytur ávarp í tilefni að alþjóðlega leiklistardeginum sem er haldinn hátíðlegur í dag.
Birgir Sigurðsson, rafvirki og myndlistarmaður, segir frá uppáhaldslistaverkinu sínu.
Og rætt verður við Sigurð Gylfa Magnússon og Önnu Heiðu Baldursdóttur, um öndvegisverkefnið Heimsins hnoss, þar sem efnismenning fyrri alda er rannsökuð.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson