Víðsjá 16.5.2019
Á laugardag, 18. maí, er áratugur frá því að langvinnu og blóðuðu borgarastríði lauk á Srí Lanka. Í Víðsjá í dag ferðumst við til þessarar litlu paradísareyju í Indlandshafi og skoðum hvernig heimamenn minnast stríðslokanna. Skoðaðir verða minnisvarðar um stríðið og því velt upp hvað þeir geta sagt um framtíð landsins.
Gígja Hólmgeirsdóttir á útstöð RÚV á Akureyri fer fyrir okkur í Listasafn Akureyrar og ræðir við Hlyn Hallsson, safnstjóra,um vorsýningu safnsins sem opnar um helgina.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir sendir pistil frá Gautaborg. Að þessu sinni fjallar hún um eyjur, tímaleysi og mikilvægi þess að treysta þ ví sem heimurinn birtir manni á hverri stundu.
Auk þess verður rætt við Guðnýju Dóru Gestsdóttur safnakonu og formann Íslandsdeildar Icom um Alþjóðlega safnadaginn sem er á laugardaginn og áskoranir í starfi safna.
En fyrst er rætt við Arndísi Björk Ásgeirsdóttur sem er með íslenska tónlist á tónskáldaþinginu Rostrum í Argentínu þessa dagana.
Umsjón Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson.