Í Víðsjá í dag hverfum við inn í Blómsturheima Sölva Helgasonar, Sólons Íslandus, en verk þessa heillandi flakkara, fræði- og listamanns eru sýnd á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Rætt verður við Hörpu Björnsdóttur, sýningarstjóra um Sölva.
Einnig verður rætt við Línus Orra Gunnarsson Cederborg um Vöku þjóðlagahelgi sem verður haldin í Dósaverksmiðjunni í Reykjavík um næstu helgi.
Bók vikunnar er Grasið syngur eftir breska rithöfundinn Doris Lessing. Að því tilefni fræðumst við um höfundinn og heyrum brot lesið úr bókinni.
Inga Björg Margrétar og Bjarnadóttir fjallar um List án landamæra og utangarðslist í myndlistarpistli dagsins.
Umsjón: Guðni Tómasson og Kristján Guðjónsson