Í síðustu viku var tilkynnt hvaða verkefni hlyti Mies van der Rohe-verðlaunin, arkitektaverðlaun Evrópusambandsins árið 2019. Að þessu sinni eru það viðbætur við þrjár stórar félagslegar íbúðablokkir frá sjöunda áratugnum sem staðsettar eru í Bordeaux í Frakklandi. Rætt verður við Hildi Gunnarsdóttur arkitekt, en hún hefur kynnt sér sigurverkefnið.
Aðalbjörg Þórðardóttir, Abba, grafískur hönnuður og myndlistarkona, segir frá uppáhaldslistaverkinu sínu.
Einnig hljóma í þættinum nýleg kórlög Steingríms Þórhallssonar við ljóð Snorra Hjartarsonar, en Kór Neskirkju hefur tekið lagaflokk Steingríms upp á hljómdisk og verður útkomu hans fagnað með tónleikum í kirkjunni annan í páskum.
En við byrjum á að hringja til Parísar, ekki til að ræða um kirkjubrunann þar mikla í fyrradag, heldur til að forvitnast um leiklestur á nokkrum íslenskum leikritum þar í borg, en Ragnheiður Ásgeirsdóttir stendur fyrir honum næstu daga. Hún stóð fyrir slíkri hátíð fyrir 15 árum í borginni en segir áhuga á íslenskri menningu hafa glæðst mjög síðan þá. Við slóum á þráðinn og heyrðum að hátíðinni sem fram fer í 13 hverfi borgarinnar, báðum Ragnheiði að greina frá.