Við sláum á þráðinn til Hjalteyrar og heyrum í Verksmiðjustjóranum þar, Gústafi Geir Bollasyni, en hann er annar sýningarstjóra sýningarinnar Ó, hve hljótt, sem opnuð verður í Gerðarsafni um næstu helgi.
Bók vikunnar á Rás1 þessa vikuna er bókin Hundakæti sem kom út nú fyrir jólin. Bókin hefur að geyma dagbækur náttúrufræðingsins og þjóðfræðingsins Ólafs Davíðssonar frá menntaskólaárum hans, árunum 1881 til 1884, og varpar hún óvæntu ljósi á reykvískan samtíma Ólafs, meðal annars ástarsambönd milli drengja. Það er Þorsteinn Vilhjálmsson sem annast útgáfuna og hann er gestur okkar í dag.
María Kristjánsdóttir segir frá upplifun sinni af sýningu Borgarleikhússins á Ríkharði III eftir Shakespeare og tónlistarmaðurinn Hallur Már kemur í heimsókn til að segja frá tónlistarverkefni sínu sem hann kallar Gullöldin.
En við byrjum á því að minnast mikils listamanns sem féll frá í síðustu viku, Tryggva Ólafssonar.
Umsjón Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson.